Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 171
171
hún sje eins og kellingasögur hjá oss, aðrir, að hún sje ljót
(af því hún fer illa!).---------Þú sjerS af þessu, að jeg hefi
yfir höfuð ekkert að finna að innihaldi Fjölnis, og jeg þarf
að eiga hann, til þess að læra af honum íslenzku í öllum
sínum greinum.
III.
[Til Jónasar]. Breiðabólstað 20. febr. 1836.
Ástkæri Jónas! Jeg las brjefið þitt fyrir nokkrum
sóknarmönnum mínum í vetur, eptir að jeg fjekk það, og
«vo þótti þeim það skemtilegt og vel skrifað, að þeir keyptu
Strax 3 exemplör af Fjölni og höfðu ekkert orð um, að ritl-
ingurinn um eðli og uppruna jarðarinnar væri þeim of þung-
ur, er jeg sagði þeim, að hann væri eptir sama mann-----------.
Oft lendir ræðanáFjölni og hefi jeg sneipt svo suma presta,
■sem mest hafa gasprað á móti [honum] og sagt þeim að
læra hjá hinum og þessum meðal almúgans í sóknum sínum,
að þessum þykir skömm að, að svara ekki til þeirrar góðu
meiningar, sem jeg um þá hefi, og fallast nú heldur á það,
að Fjölni muni óhætt að trúa um það, hvað siðlegt sje eður
ósiðlegt. Hestafjölni þykir mikið minna í varið og drjúgum
held jeg áskrifendum hans hafi fækkað núna um nýárið. Einhver
hefir logið í sjera Árna upp á mig, að jeg hafi spáð að hann
[o: Hestafjölnir] mundi horfalla núna á góunni, og hafi hann
þá sagt, að Fjölnir mundi bráðum á eptir springa af offeiti,
— kannske það sje líka diktur eins og hitt. Annars veit
jeg ekki annað, en [að] við Stiptsprófastur sjeum allgóðir
vinir; verr fór á með okkur amtmanni [Bjarna] Þorsteinsson,
er við vorum saman í Laugarnesi í vor. Geðjaðist mjer ei
&ð því meðal annars, sem hann vildi vera láta, að allir stúd-
entar ytra væru núna ódannaðir og að litlu verði, nema
'Christján og — Stefán Eiríksson! Jeg vildi samt, við gæt-
um sýnt þeim, að hver fer sinna ferða og að við erum líka
farnir að hugsa, þó ekki sjeum við komnir til svo hárra met-
orða. Yið verðum að láta alla okkar ástundun og fyrir-
hyggju koma niður á Fjölni fyrst um sinn, meðan hann er
uð festast, því jeg sje strax, að honum er mfeill gaumur