Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 71
71
á hundrað fjár stórt. Á sumum býlum þar voru
þá þrjú hundruð og sextíu fjár eða meira. En þá
um veturinn varð svo mikill fellir, að engir áttu
þar eptir meira en 30 kindur. Segir Jón Egilssou
eptir afa sínum sjera Einari, að um hans daga hafi
Grímsnes aldrei náð sjer aptur að velmegan. Má
ætla, að á lfkan hátt hafi farið efnahag manna i
öðrum hjeruðum landsins. Komu þá harðindin með
nýári og hjeldust til sumars.
Eptir miðja 16. öldina virðist efnahagurinn hafa
farið sí hnignandi, enda stuðlaði margt til þess, svo
sem fjárfellir, eidgos, sóttir, óhagkvæm verzlun, og
þá eigi sízt það, að eptir siðbótina dvínaði mönnum
óðum dáð og dugur af þeirri hiuni miklu kúgun og
harðræði, er fylgdi sporum heunar. 1552 var felli-
vetur mikill. Fjell þá jafnvel stór-mikill peningur
á stólnum í Skálholti. 1566 var og fellivetur hinu
mesti. Segir Björn á Skarðsá, að þá hafi snjóað
seinast í júnf svo mjög, aö hesti tók í kvið. Voru
þá hafísar miklir fyrir norðan land um vorið, og
vorkuldar hinir mestu. Fjell þá fátækt fólk hrönn-
um úr hungri og vesöld. 1579 sendu helztu menn
landsins Friðrik konungi II. bænarskrá með Olafi
Jónssyni b igga til að kunngjöra konungi eymdar-
hag landsmanna; átti hann að tjá konungi »þá miklu
vetrarneyð og harðindi með snjó og frostum, og
sumstaðar rneð eldi, sem þetta land er undirorpið,
ug æ meir og meir foreyðist«. — »Sömuleiðis hversu
fiskiríið hverfur frá landinu, þar með eru og all-víða
kongdórasins jarðir og garðar sljett-eyðilagðir sem
annara manna, og litlar eða engar leigur eða afgipt
af goldnar fyrir fátæktar sakir landsins og harðinda*.
Biðja landsmenn konung hjálpar og miskunnar með
hinni mestu auðmýkt. 1580 var grasleysi hið mesta,-