Vísir - 14.12.1960, Side 65

Vísir - 14.12.1960, Side 65
Aðalsteinn Júlíusson, vitamálastjóri: VITAMÁL Fram til ársins 1910 var stjórn vitamála landsins í höndum tandsliöfðingja, ásamt um- sjónarmönnum, sem sérstaklega voru skipaðir fyrir Faxaflóa. Utan þess svæðis var eftirlitið i höndum viðkomandi sýslumanna og því engin tæknileg yfirstjórn þessara mála. Árið 1910 var landsverkfræðingi hinsvegar falin umsjón vit- anna. Það ár var því merkur áfangi í sögu islenzkra vitamála og því rétt 50 ár siðan stjórn þessara mála komst í svipað horf og hún hefur verið og er enn i dag. Embætti vitamálastjóra var síðan stofnað árið 1918 og tók þáverandi vitaumsjónarmaður og lands- verkfræðingur við því starfi. Hinn 1. desember 1878 var kveikt á fyrsta vita landsins, Rej'kjanesvitanum, og var hann um 20 ára skeið eini viti landsins, eða þar til byggðir voru vitarnir á Garðskaga og Gróttu árið 1897. Það ár var einnig byggður innsigl- ingaviti fyrir Reyivjavíkurhöfn. Á næstu árum voru vitabyggingar hægfara, en skriður komst þó á vitabyggingamálin, sérstaklega á þann veg að menn gerðu sér betur ljóst um hvert nauð- synjamál var að ræða. Kröfur og óskir um nýja vita komu viða að frá sjómönnum og útgerðarmönnum. Þessar kröfur urðu svo til þess að nefnd skipuð af danska flotamála- ráðuneytinu rannsakaði þarfir í þessum efnum og gerði, árið 1905, tillögur um byggingu vitakerfis landsins. Var í þeim tillögum gerð nokkur grein fyrir þörfunum, bæði hvað snerti landtökuvita, vita vegna siglinga með strönd- um fram og innsiglingavita á fjörðum og höfn- um. Auk þess voru gerðar tillögur um byggingu hljóðvita á Austurlandi og tillögur um siglinga- merki á sjó og landi. Hinn nýi yfirmaður vitaþjónustunnar hafði því mikilsverð verkefni til úrlausnar, og má segja, að á næstu 20—25 árum, frá því að til- lögurnar komu fram, hafi veigamestu fram- kvæmdirnar verið i anda þeirra. Á þessum árum voru byggðir margir þýðingarmestu ljósvitarnir, þar á meðal Dyrhólaeyjarviti, Dalatangaviti með hljóðvita, sá fyrsti hérlendis, Siglunesviti, Öndverðarne^viti, Rifstangaviti, Akranesviti, Galtarviti, Malarrifsviti, Skagatár- viti, Laugarnesviti og Bjargtangaviti, en Stór- höfðaviti í Vestmannaeyjum var byggður um það leyti, sem tillögur þessar komu fram. Á þessum árum voru þó engin heildarlög til um vitabyggingar, og gat ekki hjá þvi farið, að nokkurra tilviljana gætti i þvi til hvaða framkvæmda Alþingi veitti fé hverju sinni, þótt segja megi að allir þeir vitar, sem byggðir voru, hafi verið spor í rétta átt. Þó komu fram á Alþingi árin 1917 og 1922 frumvörp um samræmdar aðgerðir, en náðu ekki fram að ganga.Það var ekki fyrr en árið 1933, að sam- hykkt voru lieildarlög um vitabyggingar og þar taldir upp 70 staðir, þar sem vitar skildu ^yggðir,þar með voru taldir liljóð- og radióvit- ar. Voru lög þessi hliðstæð lögum, sem þegar höfðu verið sett um brýr og síma, framkvæmd-’ h'nar ákveðnar, en tíminn varð að ráðast af því hvenær fé var veitt á fjárlögum. Allt frá því, að lög þessi voru sett, hefur verið unnið að þessari áætlun með litlum breytingum, eftir þvi sem fé liefir verið fyrir hendi, nema sérstakar tæknilegar ástæður hafi gefið tilefni til breyt- inga. Nú er svo komið, að lögum þessuni hefir verið fullnægt á flestum sviðum og nokkrir vitar, sem ekki voru taldir í lögunum frá 1933, byggðir þar að auki, samkvæmt breytingum, sem gerðár hafa verið á áðurnefndum lögum. Til þessara og annara nýbygginga vita og vitavarðabústaða hefir verið lagt gjald á öll skip, sem siglingar stunda við ísland, og hefir það gjald að mestu staðið undir nýbyggingum og meiriháttar endurbótum. Á árunum eftir 1920 kom fram ný gerð leiðsögutækja fyrir sjófarendur, radíóvitarnir. Ruddu þeir sér mjög til rúms, í Norður-Evrópu, og var hinn fyrsti hérlendis byggður árið 1928 á Dyrhólaey og siðan annar árið 1932 á Reykja- nesi. Litið gerðist síðan i þeim málum næstu árin, en á stríðsárunum voru reistir hér margir radíóvitar, sem í ófriðarlok voru afhentir ís- lenzku vitamálastjórninni og ýmist reknir áfram á sömu stöðum eða fluttir þangað, sem þeirra var talin meiri þörf. Með byggingu Hrollaugseyjarvita árið 1953, en þá voru liðin 75 ár frá því að fyrsta vitaljós- ið var tendrað, má telja, að vitahringurinn um landið hafi verið lokað, og má nú sigla um- hverfis það þannig, að ávallt sjáist einn viti. Þetta má þó fremur telja fræðilega staðreynd, en að vitakerfið sé orðið fullkomið, þvi að lítið má bera út af með veður svo áðurnefnd staðhæfing standist ekki. Tæknilegar framfarir hafa á liðnum 50 árum verið mjög miklar, bæði hvað snertir byggingu vitahúsa, og ekki síður á útbúnaði öllum. Ár- ið 1910 var tekinn í notkun fyrsti vitalampinn, með gasljósi. Lampar af þessari gerð höfðu i för með sér hreina byltingu i vitamálunum, vegna þess hversu öruggir þeir eru og þarfnast litils eftirlits og viðhalds. Sem dæmi um það má benda á vita, sem án óhapps hafa logað árum sarnan, án annarrar þjónustu en að árlega hefur gasforði þeirra verið endurnýjaður og ljósatæki yfirlitin. Gasljósin gerðu ‘ það kleift að starfrækja vita á afskekktustu stöðum, annesjum, og eyði- skerjum, sem hefði verið algjörlega óhugsandi fram að tíma þeirra. Reksturskostnaður gas- vitanna er einnig hverfandi miðað við olíu- vitana, sem ávallt þurfti að gæta og vaka yfir. Ljósmagn gasvitanna er einnig meira en gömlu olíuvitanna, en á liinum seinasta þeirra var slökkt á síðastliðnu ári, cr vitinn á Dalatanga var rafvæddur. Til skámms tíma hefir öll áherzla verið lögð á að færa út vitakerfið, þétta það og fullkomna, þannig, að ljós fengjust á sem flesta þýðingarmikla staði. Nú hefir verið tekin nokkuð önnur stefna, sem er, að leggja megináherzluna á aukningu ljósmagns þeirra vita, sem þegar eru byggðir. Á þetta fyrst og fremst við um helztu landtökuvitana og vita nálægt þéttbýli, en æ tíðari kvartanir hafa borist um að vitaljósin á slíkum stöðum hyrfu i hina almennu lýsingu á bak við. Er mark- visst unnið að þvi að ráða á þessu bót með aukningu Ijósmagns þeirra vita, einkum með rafvæðingu. Hafa verið lagðar langar raflagnir til afskekktra staða, t. d. Reykjaness, eða byggð- ar litlar rafstöðvar til að sinna þörfum vit.a og vitavarða. Meðal framkvæmda af þessu tagi má benda á að nú eru teknar í notkun Reykjanesviti 1959. Dyrhúlaeyjarviti. Afmælisblað YÍSIS VÍSIR 50 ÁRA 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.