Vísir - 14.12.1960, Page 84

Vísir - 14.12.1960, Page 84
HASKOLI ÍSLANDS Háskóli íslancls. Aðdragandi cið stofnun háskóla. Einn liður í sjálfstæðisbaráttu íslendinga var krafan um stofnun hóskóla. Jón Sigurðsson bar fram tillögu um stofnun „þjóðskóla“ á binu fyrsta endurreista alþingi 1845 og sést af nafninu, hvað fyrir honum vakti: að búa ekki aðeins til einbættismannaskóla, heldur einnig stofna til háskóla, þar sem kennt væri flest af því, sem þjóðinni mætti til gagns verða. I þessum anda var stofnuð atvinnudeild há- skólans 1937, er hafa skyldi á hendi rannsókn- ir um fiskveiðar, landbúnað og iðnað, og síðar fyrir. Bar hann frumvarp sitt um stofnun þótt svo hafi ekki orðið ennþá. Með tillögu Jóns Sigurðssonar var fyrst lireyft liugmynd- inni um háskóla, er Benedikt Sveinsson barðist síðar fyrir. Bar hann frumvtrp sitt um stofnun háskóla fram 1881, og var það samþykkt á þinginu 1883, en synjað staðfestingar. Siðan var þessu máli oft hreyft, og loks kom að þvi, að háskólafrumvarp var samþykkt 1909 og staðfest af konungi 30. júli s. á. Þá höfðu 3 embættismannaskólar verið starfandi: Presta- skóli íslands frá 1847, Læknaskóli íslands frá 1870, en kennsla i læknisfræði hófst þó 1862, og loks Lagaskóli íslands frá 1808. Þegar há- skólinn var stofnaður á aldarafmæli Jóns Sig- urðssonar 17. júní 1911, voru þessar þrjár deildir sameinaðar í háskólanum og var bætt við nýrri deild, heimspekideild, og urðu þá kennarar og dósentar 11, en aukakennarar voru 7 og starfsiiðið ]ivi 18, en auk þess nokkr- ir menn aðrir, þar á meðal A. Courmont, er varð fyrsti erlendi lektorinn við háskólann. Háskólanum var fengið húsnæði á efstu hæð Alþingishússins, og voru þar 4 kennslustofur auk kennarastofu. Fyrsti rektor var prófessor dr. Björn M. Ólsen, og innritaðir stútentar voru 45. Þetta var ekki stór stofnun, en kunnugt er um ýmsa erlcnda háskóla, er hófust frá örfáum neinendum og fáum kennurum til vold- ugra stofnana. Verst var, að Háskóli íslands varð að hírast í sinum húsakynnum fram til 17. júní 1940, er nýja háskólabyggingin var vígð, eða samtals i 29 ár. Þróun háskólans. Þróun háskólans hefur verið mjög ör, sem sést m. a. á því, að stúdentum fjölgaði jafnt og þétt. Þeir voru 1911 aðeins 45, eins og sagt var frá, en 1936 voru skrásettir stútentar 182 1946 ” ’> ” 488 1958 ” ” ” 789 Samtímis fjölgaði kennaraliði háskólans mjög, og eru á þessu ári nál. 100 kennarar starfandi. Það leikur ekki vafi á því, að þessi öra þróun er að ýmsu leyti að þakka stofnun happdrættis háskólans 19. júni 1933, og var með því veittur einkaréttur til peningahapp- drættis til byggingar fyrir háskólann. Sumum óx í augum stærð háskólabyggingarinnar og héldu, að hún myndi duga 600 ár fram í tím- ann, þótt sannleikurinn sé, að byggingin er orðin of lítil fyrir starfsemina, og er í undir- búningi að reisa m. a. sérstakt hús fyrir lækna- deild, auk náttúrugripasafns rikisins, er há- skólinn hefur skuldhundið sig til að koma upp fyrir ágóða af fé happdrættisins, auk annarra bygginguna. Þegar þingmönnum var boðið að skoða háskólabygginguna 1940, liafði einn þeirra á orði: Getur nokkur maður ratað um þessa byggingu? (i henni munu vera nálægt 100 herbergi). Happdrættisleyfi háskólans var veitt til nokk- urra ára i byrjun, en hefur verið framlengt, Dr. Alexander Jóhannesson. og er siðasta framlengingin liundin við næstu 15 árin (frá 1959). Háskólanum ber þó að greiða fyrir þetta sérleyfi 20% af nettóárs- arði, og hefur sú upphæð numið nál. 4 millj- ónum króna á fyrstu 25 árunum, en 16 millj- ónir runnið til háskólans. Þótti mörgum há- skólamönnum þetta hörð kjör, þareð happ- drætti háskólans er langsamlega bezta liapp- drætti landsins (greiðir 70% af veltunni i vinninga), en önnur happdrætti, sem bjóða verri kjör, greiða engan ríkisskatt. Margar aðrar byggingar hafa risið upp: Gamli stúdentagarðurinn, er var vígður 1934, Atvinnudeild liúskólans 1937, Nýi stútcnta- garðurinn 1940 og íþróttahús háskólans 1945 —49. Auk þess hefur verið reist Rannsóknai•- stofa háskólans við Barónstig og þar rétt hjá og i nánu sambandi Dlóðbankinn auk Tilrauna- stofnunariiuiar i meinafræði á Iveldum (vegna húsdýrasjúkdóma), er Rockefellerstofnun Bandaríkjanna og ríkisstjórn Islands létu reisa í sameiningu. í nánu sambandi við liáskólann er Þjóðminjasafn íslands, er stendur á há- skólalóðinni, eins og fyrirhugað er um Náttúru- gripasafnið. Þá liafa verið innréttaðar rann- sóknarstofur í kjallara háskólabyggingarinnar fyrir lyfjafræði lyfsala, rannsóknarstofa í lifeðlisfræði, en tilraunastofur í eðlisfræði og efnafræði hafa verið innréttaðar í viðbótar- byggingu íþróttahússins, og rannsóknarstofum fyrir náttúrufræðirannsóknir og væntanlegt Náttúrugripasafn hefur verið komið fyrir i húsinu nr. 105 við Laugaveg, en háskólinn hefir keypt þar hæð (nálega 605 fermetra) i stórhýsi. Atvinnudeildin hefir vaxið hröðum fetum, og er fiskideildinni komið fyrir i leigu- húsnæði við Skúlagötu 4, Dyggingaefnarann- sóknum á Lækjarteigi 2, og Dúnaðardeild hefir samvinnu við nokkrar stöðvar uppi í sveit. Loks er verið að reisa Kvikmyndahús háskótans, sem á um leið að verða hljómlistar- höll Reykjavikur og kemur í stað Tjarnarbíós, sem hefir verið rekið um áraskeið til að afla háskólanum tekna. Þá eru enn fyrirhugaðar ýmsar byggingar, þegar um hægist, m. a. Félags- heimili stúdenta og nýr slútentagarður (lijóna- garður, þvi að mjög margir* stúdentar kvæn- ast nú, meðan á námi stendur). Deildir háskólans og kennsla. Deildirnar eru guðfræðideild, læknadeild, laga- og viðskiptadeild, heimspekideild og verkfræðideild. Er þeim raðað eftir aldri. í guðfræðideild eru 4 prófessorar, 1 dósent og 2 aukakennarar. Læknadeildin er þrískipt: 1. læknisfræði, og eru þar 9 prófessorar, 10 dósentar, 5 lekt- orar, og auk þess kenna þar 3 læknar. Er enn áformað að bæta við einum prófessor i geð- sjúkdómafræði, er um leið sé yfirlæknir á Kleppi. 2. 1 tannlæknafræði er einn prófessor, en auk þess kenna þar 7 aðrir, er ýmist eru nefndir aukakennarar, dósent (1) og lektor (1). 3. Lyfjafræði lyfsala kenna 1 dósent og 3 aðrir. Samtals kenna þá i læknadeild um 40 manns. 84 VÍSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.