Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Síða 46
92
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
að alt hjálpaði til þess, að við fengjum að sjá Vatnsdal-
inn í sínu fegursta skrúði, og er hann að líkindum fegurst-
ur allra íslenskra dala. Vatnsdalsá rennur í smábugðum
eftir honum miðjum, og er dálítið undirlendi meðfram
henni; flæðir hún yfir það á vetrum og ber á leir og sand,
og verður af ágætt, slétt starengi. Bæirnir standa í röðum
sín hvorumegin við rætur fjallanna. Grasbrekkur liggja
upp í miðjar hlíðar, en svo lausar skriður og klettabelti
efst. Vatnsdalur er talin mesta veðursældasveit á Norður-
iandi og sú, sem minst verður fyrir barðinu á hafísnum,
þótt hann veiti öðrum þungar búsifjar. í Vatnsdal eru
fleiri stórbændur í einni sveit, en annarstaðar, og húsa-
kynni og híbýlaprýði mikil. f dalnum eru 23 búendur.
Steinhús eru á 3 bæjum, og timburhús á nokkrum.
Á þingeyrum býr Jón Pálmason, ungur maður. Er
þar stórt bú, ef til vill eitt stærsta bú á Norðurlandi, og
iörðin eitt mesta höfuðból landsins. par eru flæðiengjar
miklar og mikið notuð allskonar stærri heyvinsluáhöld.
'við höfðum heyrt, að þar væru 2 naut, sem vert væri að
skoða, en ekki vorum við svo hepnir að sjá þau. Annað
þeirra er Jón að hugsa um að temja fyrir plóg. Byrjaði
hann á því, að láta það draga 100 pd. keðju, en nú dregur
boli 1000 pd. keðju, og fer fulla ferð með, sem ekkert sé;
sá boli er talinn allra nauta mestur og er 6 vetra.
Útsýni er fagurt á þingeyrum, hvert sem litið er. par
er kirkja, bygð úr íslenskum steini. Ásgeir heitinn alþing-
ismaður Einarsson lét draga grjótið í hana sunnan úr
Borgarvirki, sem er mj ög langur vegur, og var okkur sagt,
að hún hafi verið 11 ár í smíðum og kostað 20 þúsund
krónur þá, en mundi nú kosta 100 þúsund. Verður ekki
annað sagt, en að sá maður h'afi gefið höfðinglega fyrir
sálu sinni.
Á þingeyrum gistum við allir. Eftir mjög rausnar-
legar viðtökur fylgdi Jón okkur norður yfir Húnavatn;
er það breiður ós, sem sjór fellur inn í um flóð.
Næsti bær, sem við komum að, var Hjaltabakki. þar
býr þórarinn Jónsson alþingismaður. Hefir hann fært bæ-