Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 50
96 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
firði, að Stóru-Seilu. pegar þangað kom, var þar fyrir
fjölmenni, og því gott tækifæri fyrir okkur að kynnast
Skagfirðingum; en við vorum tímabundnir og máttum því
ekki hvíla eins lengi og við hefðum viljað. Seiluhrepps-
menn höfðu komið þar saman þennan dag til að heiðra
tvenn hjón: fyrverandi hreppstjóra Árna Jónsson í Mar-
bæli og konu hans, og fyrverandi oddvita Sigurð Jónsson
í Brautarholti og konu hans; var það fjörugt samkvæmi,
leikið á hljóðfæri og sungið vel og mikið. Spurðu hverjir
aðra frétta að gömlum og góðum ferðamannasið. Heyrðum
við þá, að ýmsar sögur berast á milli landsfjórðunga, ekki
síst í óárunum, miður ábyggilegar, t. d. höfðu þeir frétt,
að fénaður væri því nær aldauða í sumum sveitum sunn-
anlands, en aftur höfðum við heyrt, að víða hefði drepist
fjöldi af hrossum úr hor í Skagafirði, og hvorutveggja
reyndist jafnósatt.
1 Ytra-Vallholti búa 2 bræður, Eiríkur og Jóhannes
Guðmundssynir, ungir bændur; þar mun vera eitt af
stærstu búum í Skagafirði. þeir gera mikið að jarðabót-
um og hafa lagt undir jörðina 2 eða 3 jarðir aðrar. paðan
var farið yfir Héraðsvötnin á dragferju.
Á Frostastöðum býr Magnús Gíslason, ef til vill stærsti
bóndinn í Skagafirðinum. þar voru á fóðrum í fyrravetur
84 hross, 7 kýr og 500 fjár. þar eru byggingar miklar,
steypt fénaðarhús og hlöður, með svipuðu fyrirkomulagi
og á Reynistað.
I Vallholti hafði flokkurinn dreifst allmikið, og var
haldið til gistingar að þessum bæjum: Eyhildarholti,
Djúpadal, Frostastöðum og Hofsstöðum. þeir Böðvar og
Kjartan gistu í Vallholti, og fóru morguninn eftir að Vind-
heimum til að finna Sigmund bónda Andrésson.
Á Hofsstöðum hafa búið 2 bræður, Björn og Sigurð-
ur Péturssynir. Hafa þeir búið þar saman um 50 ár. Er
Sigurður 77 ára, en Björn 86, og hefir hann nú brugðið
búi og Jóhannes búfræðingur sonur hans tekið við; hann
er giftur Kristrúnu Jósepsdóttur, fyrv. skólastj. á Hólum.
Bræður þessir eru prúðmenni í framkomu, greindir og