Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 117

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 117
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 163 sagnfræðingur Thierry o. fl. Tveir hinir síðastnefndu voru um stund nokkurskonar einkaritarar hans. Saint Simon hafði í upphafi fagnað mjög byltingunni. En brátt sýndi reynslan, að lítt mentaður múgur kann hvorki að stjóma sér eða nokkru landi. Saint Simon þráði meira réttlæti og þroska, heldur en reynslan sýndi að leitt gat af umbrotum Jakobína. J)eir vildu koma á stjómarfars- legu jafnrétti. Að nokkru leyti gat það tekist. En þá var eftir annað ójafnræði, hið fjárhagslega. Saint Simon þótti það lítið jafnrétti, að einn byrjaði með fullar hendur fjár, en annar blásnauður. Hver átti að njóta sinna hæfileika, en ekki forfeðranna. þessvegna vildi hann láta upphefja erfða- réttinn og koma nýju skipulagi á félagslífið. Lögfræðing- arnir áttu að hverfa frá stjórn og forustu opinberra mála. Hin innantóma formsdýrkun lögfræðinnar var í augum Saint Simon hættuleg fyrir framfarir mannkynsins. Saint Simon gerði höfuðmun á skapandi og gagnrýnandi tímabil- um. Miðöldin þótti honum allgóður tími. pá var kaþólska kirkjan hið sterka andlega vald, sem hélt þjóðunum saman. Síðan kom upplausnarandinn og skipulagsleysið, hin nei- kvæða og niðurrífandi heimspeki 17. og 18. aldar. Vanmátt samtíðar sinnar taldi Saint Simon stafa af því, að hið gamla skapandi afl, kirkjan, hafði mist tök á mönnunum, en hið nýja vald, vísindin, ekki enn sest í hásætið. Að dómi Saint Simon voru það vísindin ein og ekki annað, sem gátu hjálp- að mönnunum. peSsi dýrkun á vísindunum dró kennara og gáfaða nemendur úr fjöllistaskólanum að skoðunum hans. Fjöllistaskólinn var höfuðvirki náttúruvísindanna í Frakk- landi á þeirri öld, og Saint Simon var um stund hinn áhrifa- mesti talsmaður þeirrar trúar, sem bygði framtíðarvonir mannkynsins á vaxandi gengi vísindanna. Saint Simon hafði í .aðalatriðum ljósa hugmynd um þróun vísindanna. þau byrja jafnan, segir hann, með því að byggja á tak- markaðri reynslu, meir og minna lausum ágiskunum. Stjörnufræðin var fyrst stjömuspáfræði. Efnafræðin var í fyrstu gullgerð. Líffræðin og sálarfræðin þróast smátt og smátt og komast á vísindastigið. Að lokum verður heim- 11*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.