Andvari - 01.01.1972, Síða 8
6
ÞORSTEINN B. GÍSLASON
ANDVARI
dal. Er hann talinn hafa átt 12 börn, og að minnsta kosti 15 afkomendur
hans hafa orðið alþingismenn. Eitt af börnum Jóns á Skeggsstöðum var
Guðmundur ríki í Stóradal. Ein af dætrum hans var Guðrún, sem giftist
Arnljóti Árnasyni hreppstjóra á Gunnsteinsstöðum. Voru þau foreldrar
Elínar, sem gift var Guðmundi Arnljótssyni alþingismanni á Guðlaugsstöð-
um. Dóttir þeirra var svo Guðrún móðir Guðmundar í Asi. Olafur bóndi
á Guðrúnarstöðum faðir Guðmundar var Olafsson Jónssonar. Var Ölafur
Jónsson kvæntur Sigurbjörgu Tómasdóttur Tómassonar frá Eiðsstöðum.
Ólafur faðir Guðmundar var talinn farsæll bóndi, en varð skammlífur, eins
og vikið hefir verið að. Giftist ekkja hans aftur Sigvalda Þorkelssyni, bróður
Árna á Geitaskarði.
Móðursystkin Guðmundar í Ási voru sem hér segir: 1) Elannes Guð-
mundsson bóndi og smiður á Eiðsstöðum, 2) Jón Guðmundsson, f. 10. sept.
1844, bóndi á Guðlaugsstöðum 1878—1907 og Stóradal 1907—1910, dáinn
4. maí 1910. Var kona hans Guðrún Jónsdóttir hónda og alþm. í Stóradal
Pálmasonar; 3) Steinvör gift Helga Þorsteinssyni bróður Guðmundar í Holti
í Svínadal og þeirra systkina, 4) Elín Guðmundsdóttir á Brúnastöðum gift
Jóhanni hreppstjóra Péturssyni, 5) Rannveig (giftist ekki), 6) Arnljótur hóndi
á Löngumýri, 7) Ingibjörg húsfrú á Eldjárnsstöðum. Hálfbróðir þeirra var
Jóhannes hreppstjóri á Gunnsteinsstöðum, mikill merkismaður. Alls munu
börn Guðmundar Arnljótssonar bafa verið 11. Dóu 2 þeirra í æsku, en 9
kómust til aldurs og þroska.
Systur Guðmundar Ölafssonar voru þessar: 1) Guðrún gift Benedikt
Helgasyni bónda á Hrafnabjörgum, 2) Elín gift Jónasi B. Bjarnasyni bónda
og breppstjóra í Litladal og síðar á Blönduósi, 3) Ingibjörg gift Jóhannesi
Helgasyni bónda á Svínavatni, 4) Sigurbjörg gift Jóhanni Þorsteinssyni
bónda á Rútsstöðum og 5) Soffía, sem giftist ekki og dó 28 ára gömul 29.
júní 1899.
Ymsir kunnir og merkir menn voru nákomnir ættingjar Guðmundar.
Má þar nefna Guðmund Hannesson lækni og prófessor, þeir voru systk-
inasynir, Jón Jónsson bónda og alþingismann í Stóradal, en þeir voru einnig
systkinasynir, Jón Pálmason alþingisforseta og ráðherra á Akri, fjórmenn-
ing við Guðmund að frændsemi, dr. Halldór Pálsson búnaðarmá'lastjóra, og
voru þeir að öðrum og þriðja, og enn fleiri merkismenn mætti telja, er voru