Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1972, Page 16

Andvari - 01.01.1972, Page 16
14 tORSTElNN li. GISLASON ANDVAHI í framtíÖinni, og einnig hitt, aÖ þar mundi verÖa þrautalendingin fyrir fólkið, ef eitthvaÖ verulega þrengdi að. Stuðning við hinar dreifðu byggðir og lífs- skilyrðin þar áleit hann því eitt af nauðsynjamálum þings og þjóðar. Guðmundur var meðal stofnenda Framsóknarflokksins og var í þeim flokki öll sín þingmennskuár. Var hann góður og virtur flokksmaður án þess að hægt væri að segja, að hann gerðist taglhnýtingur neinna forystumanna flokksins. Til þess var hann of sjálfstæður í skoðunum og ófús á að láta teymast af öðrum. Þegar þeir Tryggvi Þórhallsson, Jón í Stóradal og Hannes Jónsson fóru úr Framsóknarflokknum og stofnuðu Bændaflokkinn svo- nefnda, fór Guðmundur einnig i hann, en þá var hann hættur þingmennsku og lét ekki mikið til sín taka i stjórnmálum upp frá því, enda átti hann þá fá ár ólifuð. Við kosningar, sem fram fóru 1933, bauð sig fram á móti honum Jón Pálmason bóndi á Akri, mikilhæfur og sérlega vinsæll maður, og fóru kosn- ingarnar þannig, að Guðmundur féll, en Jón náði kosningu. Tóku margir fylgismenn Guðmundar sér þessi úrslit nærri, en sjálfur har hann þau vel og æðrulaust. Það þóttu víða nokkur tíðindi, þegar þessi úrslit urðu kunn. Flokksmönnum hans varð það að sjálfsögðu allmikið áfall, og ég hygg líka, að margir flokksandstæðingar hans hafi ekki hælzt um yfir þeim kosninga- sigri. Einn ákveðinn andstæðingur hans úr öðru héraði skrifaði mér urn það leyti og sagðist ekki geta talið fall Guðnrundar sigur fyrir neinn flokk. Eftir lát Guðmundar var talsvert um hann skrifað og allt lofsamlegt. Vil ég tilfæra hér nokkur orð tveggja samþingsmanna hans, sem hvorugur var þá í sama flokki og hann. \'il ég tilfæra þau af því, að mér fannst þau sönn og rnakleg og þau féllu saman við það álit rnitt á honum, að hann væri einn hinn allra bezti og merkasti maður, sem ég hefi kynnzt. Annar þessara manna segist vilja játa það, að í öllu sínu opinbera starfi hafi hann aldrei flekkað skjöld sinn, og hann segist sakna hans, því að hann hafi verið svo mörgum kostum húinn, sem alla menn rnegi prýða. Hinn, sem um hann skrifaði, segir á þessa leið meðal annars: ,,Það er gott að minnast Guðmundar Olafs- sonar bæði lífs og liðins. Hann var einn af þeim mönnum, sem eru gæfu- .samir, af því að þeir eiga það skilið..---A Alþingi verður hans lengi minnzt sem forseta efri deildar. Þar naut hann sín vel í háu öndvegi, fríður, fyrirmannlegur, í einu mildur og þó fastur fyrir. Hann var réttlátur í for- setastól, og þótti gott að hlíta hans úrskurðum og forystu.' Og hann segir enn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.