Andvari - 01.01.1972, Side 17
\NDVAR1 öUðmundur ólafsson í ási 15
fremur: „Viö vinir og samstarfsmenn Guðmundar í Asi geymum hver .fyrir
sig í minningunni mynd þessa ágæta manns, sem var svo vel gerður, að hann
gat ekki verið annað en gæfumaður, sólskinsbarn í nær 70 ár í einum mesta
sólardal, er land hans átti.“
I viðurkenningarskyni fyrir sín opinberu störf var Guðmundur sæmdur
riddarakrossi dannebropsorðunnar dönsku árið 19B0 og síðan riddarakrossi
O Ö
binnar íslenzku fálkaorðu, og mun það flestra mál, að þá viðurkenningu
bafi hann átt fyllilega skilið.
Guðmundur Olafsson var fríður sýnurn og fyrirmannlegur. Hann var
rúmlega meðalmaður á hæð, en frekar þrekvaxinn. Hann var bláeygður og
augun frekar smá, dökkhærður á sínum yngri árum, en tók snemma að missa
bárið og varð mikið sköllóttur fyrir miðjan aldur. Hann bafði snoturt og
stuttklippt yfirvararskegg, sem hann birti alitaf vel, enda þrifinn með af-
brigðum bæði með sjálfan sig og allt, sem hann umgekkst. Mátti segja, að á
sumunr sviðum væri hann jafnvel nosturssamur. Var snyrtimennskan og
prúðmennskan augsýnileg í öllu fari hans.
Sem heimilisfaðir var Guðmundur í fremstu röð. Hann var forsjáll og
fyrirhyggjusamur um allt, sem heimili hans varðaði. Aldrei held ég að hafi
orðið þar skortur á neinu, hvorki fyrir fólk né fénað. 1 þeim efnum var hann
oft veitandi, en víst sjaldan eða aldrei þiggjandi. Hversdagslega var hann
jafnan glaður, stilltur og ljúfur í allri umgengni. Hann var frábærlega gest-
risinn og hafði verulegt yndi af gestakomum. Lá aldrei betur á honum en
þegar vinir hans heimsóttu hann og dvöldu lengur eða skemur hjá honum.
Var þá ósjaldan slegið í spil, en af því hafði hann mjög gaman, og var hann
agætur spilamaður einkum í lomber, sem oftast var spilað. As var bæði bréf-
hirðingarstaður og símstöð, og áttu því margir erindi þangað, og það var
vissulega kærkomið þessum gestrisna og höfðinglynda húsbónda. Hann var
mjög félagslyndur, og honum var það eiginlegt að hlanda geði við aðra bæði
heima fyrir og eins meðal vina sinna og kunningja í Reykjavík, er hann sat
á Alþingi og raunar hvar sem hann var.
A4jög var Guðmundur hjúasæll. Var það hvort tveggja, að skapgerð hans
var þannig, að vel féll á með honum og öðrum, sem með honum voru og
hjá honum unnu, og ennfremur var hann maniia áreiðanlegastur í öllum
viðskiptum og útlátum við fólk sitt. Ýmsir af þeim, sem hjá honum unnu,
kærðu sig ekki um vistaskipti, en voru hjá honum áratugum sarnan og sumir