Andvari - 01.01.1972, Page 20
SVERRIR KRISTJÁNSSON:
Aldarafmæli
háskólafyrirlestra Brandesar
Hinn 3. dag nóvembennánaðar 1871 kl. sex síðdegis mátti sjá nokkurt fjöl-
rnenni stefna að Kaupmanna'liafnarháskóla við torg Vorrar frúar og þyrpast
inn í kennslustofu nr. sjö. Innan stundar \'ar stofan troðfull og margir urðu
að standa langt frammi á gangi. Ungur maður í kjólifötum smeygði sér milli
áheyrendanna og gekk upp í ræðustólinn. Hann var grannur vexti, stuttklippt
skegg um granir og vanga, ennið ekki hátt, en hánnakkinn nrikill og greiddur
aftur. Allt bar yfirbragð hans vitni manni, er lengi hafði sinnt bóklegri iðju og
átt andvökunætur við andleg störf. Kjólfötin sniðin eftir nýjustu tízku, háls-
bindið mikið og kögrað, ekki alveg laust við heimsmannslegan spjátrungsskap.
Það er dauðaþögn í áheyrandasalnum, meðan hann hagræðir handritinu þann-
ig, að hann geti litið í það svo lítið 'beri á, raunar ætti hann ekki að þuffa þess,
því aðdeginum áður hafði hann lært það utan bókar. Eitt vekur sérstaka athygli
í áheyrendasalnum: um þriðjungur þeirra, sem hlýða á fyrirlesturinn, eru
konur, ungar konur og konur í blóma lífsþroskans. Það var fátítt á þeim árum,
að konur sæktu opinbera háskólafyrirlestra í Kaupmannahöfn, kannski var
þetta tákn um tímaskil. Ræðumaðurinn heíur mál sitt, röddin eilítið hás. Þetta
er dr. Georg Brandes. Hann biður fyrst áhcyrcndur að sýna sér umburðarlyndi
vegna reynsluleysis síns, þekking sín og hæfileikar séu jafnóFullkonmir. En
með þeim töluðu orðurn réttir hann úr sér og horfir funandi augurn yfir sal-
inn og segir: „En að því er varðar grundvallarskoðanir mínar, meginreglur og
hugmyndir, þá bið ég mér engrar vægðar. Ef þar er eitthvað, sem kynni að
særa yður, þá verður því ekki breytt. Eg tel það skyldu mína og sóma að hylla
þær lífsskoðanir, sem ég hef játazt, trúna á rétt frjálsrar rannsóknar og loka-
sigur frjálsrar hugsunar." Þessi stoltu orð orka eins og raflost á áheyrendur.
Slík orð höfðu aldrei fyrr verið mælt í ræðustól háskólans. Ekki laust við, að
sumum fyndist þau bera vitni urn skort á akademískri háttvísi. En í þessum