Andvari - 01.01.1972, Page 27
andvam
ALDARAFMÆLI HÁSKÓLAFYRIRLESTRA BRANDESAR
25
inga, þar sem var hin þjóðernissinnaða borgarastétt Dnmerkur og Grundtvígs-
smnar. Nasjónalliberali flokkurinn bar í raun og veru sögulega ábyrgð á högum
Danmerkur í pólitískum og bókmenntalegum efnum. Brandes gerði hörðustu
hríðina að þessurn flokki borgarastéttarinnar, sem geymdi félagslegar og fagur-
fræðilegar erfðir Dana í nafni auðs og menntunar. Þegar 1. bindi Meginstrawna,
Emigrantlitteraturen, kom út snemma árs 1872, lokuðu stórborgarar Kaup-
mannahafnar skartsölum sínum fyrir Brandesi. Rógsögurnar urn bann gengu
lágfaettar í hvers manns húsi, í hverju veizluboði. Dagblöð nasjónalliberala
flokksins og Grundtvígssinna réðust með mikilli heift á þann mann, sem boðað
bafði frjálsa hugsun, og sumir lögðu hana að jöfnu við stóðlífi í ástamálum.
Þegar á leið öldina, var nafn Brandesar ekki það gjallaíhorn, er það hafði
verið á áttunda tugnum. Honum fannst hann standa einn uppi, en lið hans
tvístrað eða týnt. Ungu skáldin, sem höfðu klappað honum hæst 'lof í lófa, slitu
við hann vináttu. Sunrir sneru aftur heim til föðurhúsanna iðrandi syndarar
eftir stutta útivist með Brandesi. Einn gerðist kaþólskur og otci helgisögur, annár
varð þjóðskáld og stundaði heimagerðar danskar dygðir. En það voru ekki aðeins
emstaklingar, sem brugðust Brandesi. Öldin sjálf, hinn þungi straumur tímans,
fór aðra slóð en hann ha'fði búizt við á Sturm- und Drangyskeiði sínu. Ég sagði
Eér á undan, að Brandes hefði í fyrirlestrum sínum boðað borgaralegt frjáls-
fyndi, svo sem það reis hæst á fyrra helmingi 19. aldar, frjálshygjgju og upp-
reisnarstefnu Shelleys, Byrons og Heines. En þeirra öld var sokkin í sæ. Eftir
osigur byltinganna 1848 bar borgaraleg frelsishreyfing Evrópu aldrei sitt barr.
Mestur varð ósigur hennar, er Bismarck sameinaði Þýzkaland með vopnum
Prússlands og hersnilli junkaranna. Það var upphaf járnaldar í Evrópu, víg-
búnaðar, þjóðarembings og stórveldastefnu. Parísarkommúnan skaut borgara-
stettum um alla Evrópu skelk í bringu, og þá þegar óttaðist Brandes, að við-
burðirnir í París mundu sveigja danska borgara í afturhaldsátt. Því kom boð-
skapur Brandesar of seint í heiminn. Hann hrósaði sér af að vera oddviti
evrópskrar samtíðar, en í rauninni var hann fulltrúi evrópskrar fortíðar. Og
eftir því sem árin liðu, kólnaði æ meir í kringum hann. Ef vel er að gáð,
tua sjá, að frelsishugtakið í fyrirlestrum hans, Meginstraunmm, er mjög bundið
einstaklingshyggju hans. Hann týndi trúnni á lýðræðið, svo sem hann sá það
vaxa í kringum sig á seinni áratugum ævi sinnar. Hann leitaði sér huggunar í
hetjudýrkun, sem hann túlkaði í miklum ritum urn Shakespeare, Voltaire, Goethe
°g marga aðra. Hann flúði það sem hann taldi vera flatneskju samtíðar sinnar
°g leitaði uppi hina hávöxnu einbúa sögunnar, sem hann taldi sér skyldasta. í
sanifélagi þessara manna undi hann sér bezt. Þangað sótti hann þrjózkuna og