Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1972, Side 38

Andvari - 01.01.1972, Side 38
36 HERMANN PÁLSSON ANDVARI Tvær aðrar fornsögur lýsa næturvígum, sem minna mjög á frásögn Gísla sögu, þær Droplaugarsma saga og Hálfdanar saga Eysteinssonar. Frásögnin af vígi Helga Ásbjarnarsonar í Droplaugarsona sögu er um býsna margt svipuð lýsing- unni á morði Þorgríms, eins og oft béfur verið bent á, og sýnir það, -hve hugstætt þetta efni hefur orðið tveimur sagnahöfundum. Þótt staðhæft hafi verið, að Gísla saga hafi orðið fyrir ahrifum frá hinni sögunni, þá er slíkt allsendis óvíst, enda skortir mjög á, að rannsóknaraðferðir séu nógu vísindalegar. Frásögnin af vígi Eysteins konungs í Hálfdanar sögu hefur einnig atriði, sem eru sambærileg við Gísla sögu, en um það mál verður ekki rætt að sinni. En morð koma víðar fyrir í fornum ritum. Stjórn, sem geymir gamlar biblíu- þýðingar með skýringum, rekur til að mynda frásögnina af vígi Eglons konungs í Dómarabókinni, og sum atriði í henni minna nokkuð á næturvígin í Gísla sögu. Svo hagar til, að Móabítar hafa lagt undir sig Gyðinga, sem lúta iþeim um seytján ára skeið. En þá eignast Gyðingar ágætan leiðtoga, sem þar er nefndur Aoth (Ehúð í nýju biblíu-þýðingunni). Frásögn Stjórnar er síðan á 'þessa lund: „Aoth voru jafnbúnar báðar hendur til bardaga. Isrealítar beiddu Aoth fara og færa Egloni konungi gjafir þær, er þeir sendu honum. Aotli játaði sendiför- inni. En áður hann byggist heiman, smíðaði hann sér sax eineggjað, og á miðju saxinu hjalt eða fornám þvers lófa langt. Þessu vopni gyrðir hann sig undir yfir- höfn á hægri hlið. Síðan fer hann og fram kemur í ríki Móab og færir gjafirnar Egloni konungi. Eglon var mikill maður og ómátulega feitur og digur frá því sem flestir menn aðrir. Nú sem Aoth hafði offrað konungi gjöfum þeim, er sendar voru, sneri hann þegar brottu með sína félaga og föruneyti. Og er hann var kominn fram um Galgala — þar áttu heiðingjar höf stór — þá mælti hann til sinna manna: „Farið nú fram á veginn til þess staðar, er heitir Serath, og bíðið mín þar, því að ég á erindi aftur til konungs." Og er hann kom fyrir Eglon, segir hann svo til hans: „Ég hefi eitt leyndarerindi til þín, konungur." En hann bauð þegar sínum mönnum að géfa hljóð til og náðir. Dreif þá út úr herberginu allt fólk, svo að konungur sat einn eftir í lofthúsi ágætu, er hann átti og var vanur að hafa fyrir sumarherbergi. Þá gekk Aoth að honum og mælti: „Míns drottins orð og erindi hefi ég þér að bera.“ Konungur spiutt upp skjótt af stólinum, er 'hann hafði setið á. En Aoth drap sinni vinstri hendi á sína hægri síðu og brá saxinu eða mækinum hart og títt og lagði framan í kvið konungi svo máttuglega, að þegar gekk upp yfir hjaltið, og eigi tók hann saxið úr sárinu, því að'fomámið hafði fest í ístrunni. Hratt hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.