Andvari - 01.01.1972, Page 39
andvari
NÆTURVÍG í GÍSLA SÖGU
37
þá frá sér öllu saman, og við dauðann sprændi fram saurinn náttúrulega af leyni
kviðarins.
Aoth lokar og læsir nú innan lofthúsið, gengur síðan öfan um riðið í undir-
skemmuna og þar út. En er konungsmenn koma að lofdhúsdyrunum utan og sáu,
að læst var, ætluðu þeir í fyrstu, að konungur Iþeirra myndi ganga örna sinna og
hafa því byrgt húsið. Stóðu þeir þar þá svo lengi, að þeim leiddist, og undra, h'ví
eigi var upp lokið. Leita nú inn um síðir í undiéhúsið og svo upp í loftið, finna
þar sinn herra liggja dauðan á gólfinu, en végandinn var aUur í brottu, því að
meðan þeir stöldruðu úti fyrir dyrum, þá flýði Aoth fram um blóthúsin og kom
í Serath til sinna manna ... “
Eins og skáletranir hér að framan gefa í skyn, iþá eru fjögur atriði í frásögn
Dómarabókarinnar, sem sambærileg eru við Gísla sögu:
(1) Vígið er framið með vopni, sem smíðað er í sérstökum tilgangi, sbr. Gísla
sögu: „Þorgrímur var hagur á jám, og er þess við getið, að þeir ganga til smiðju,
báðir Þorgrímamir og Þorkell, og síðan byrgja þeir smiðjuna. Nú em tekin
Grásíðubrot, er Þorkell hafði hlotið úr skiptinu þeirra bræðra, og gerir Þorgrímur
þar aif spjót, og var það algert að kveldi. Mál vom í og 'fært í hefti spannar langt."
(2) Vegandi skilur vopnið eftir í sárinu, en sá er þó munurinn, að Stjórn gerir
grein fyrir ástæðunni fyrir því, að Aoth nær ekki saxinu. I báðum vígunum í
Gísla sögu, eins og raunar í Stjórn, er vopninu lagt í gegnum mann að framan.
Sbr. Gísla sögu um Véstein „ ... Eigi finnur hann fyrr en hann er lagður spjóti
fyrir brjóstið, svo að stóð í gegnum hann.“ Og um Þorgrím: „Gísli tekur þá klæðin
af'þeim annarri hendi, en með annarri leggur hann í gegnum Þorgrím með Grá-
riðu, svo að í beðinum nam stað.“ Svipað á sér stað í Droplaugfirsona sögu: „En
síðan lagði Grímur sverðinu á Helga, svo að stóð í gegnum hann.“
(3) Vegandi gerir sérstakar ráðstafanir til að komast undan. í Droplaugarsona
s°gu og frásögninni 'af vígi Þorgríms í Gtsla sögu hnýtir vegandi saman hala
a nautum í fjósi í því skyni að villa fyrir mönnum og tefja þá, og er þó frásögn
Gísh sögu af undirbúningi Gísla ekki alls kostar skýr, eins og raunar hefur oft
verið bent á. En þess er sérstaklega getið, að Gísli lýkur eftir sér rammlega, og
rr>innir það á viðbrögð Aoths.
(4) Vegand inn kemst undan með því að flýja út um dyr, en menn hins vegna
verða of seinir að grípa til hans.
bótt ekkert skuli staðhæft í þá átt, að höfundur Gísla sögu hafi orðið fyrir
beinum áhrifum frá Dómarabókinni í íslenzkri þýðingu, þá er skyldleiki ]>cssara
frasagna of mikill til að vísa slíkri hugmynd á bug, enda mun Biblían hafa haft
rlrýgri áhrif á íslenzkar fornsagnir en oft hefur verið ráð gert fyrir.