Andvari - 01.01.1972, Side 45
andvari
UPPELÐI OG MENNTUN HELLENA
43
Lestrar- og tónlistarkennsla.
þangað til seint á 4. öld f. Kr. b. Bókmenntir, tónlist og íþróttir voru aðal-
greinir í öllum skólum.
Þetta skipulag bamaskólafræðslunnar átti í meginatriðum rætur að rekja til
öndverðrar 6. aldarf. Kr. b. Er Sólon, löggjafa Aþeninga, eignuð tilskipun, sem
kvað svo á, að lestur ætti að vera skyldugrein. Einnig á Sólon að hafa átt að
stuðla að enduribótum á þcim bóknáms- og íþróttaskólum, sem þegar voru fyrir.
Ef sú kennnig á við rök að styðjast, að hinn fyrsti samræmdi texti af kviðum
Hómers háfi verið skráður í Aþenu að frumkvæði Peisistratosar, einvalda á 6. öld
f. Kr. b., þá má vel vera, að knýjandi þarfir skólastarfsins hafi flýtt fyrir þessu
fyrirtæki.
Almennt mun ha'fa verið talið, að barnaskólanám stæði frá 6—14 ára aldri.
Samt var þetta töluvert misjafnt, eins og áður var tekið fram. Börn fátækra
foreldra voru skemur í skóla en hin, scm voru frá efnaheimilum.
í einu riti Platóns (Lysis, 206 D) kemur skýrt fram, að talið hefur verið
sjálfsagt, að 14 ára gamlir drengir kynnu að lesa, skrifa og leika á hörpu.
íþróttaiðkanir voru þó sjálfsagðastar af öllu. Þó að fyrir kæmi, að lítið yrði úr
bóknámi hjá sumum, þá sóttu allir íþróttasikólana, sem heilsu höfðu til.