Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1972, Side 53

Andvari - 01.01.1972, Side 53
andvari UPPELDI OG MENNTUN HELLENA 51 nú. Kórdansar voru sjalfsagðir á öllum hátíðum guðanna eða m. ö. o. mikilvægur þáttur sjálfrar guðsjrjónustunnar. Lúkíanos, rithöfundur, sem upp var um 100 e. Kr. b. og skrifað hefur um allt milli himins og jarðar, hefur m. a. látið eftir sig allmikla ritsmíð um dans. Þar kemst hann svo að orði á einum stað, að þeir, sem Ijóstri upp trúarathöfnum launhelganna, „dansi jrær burt“. Megi af slíku orðavali ráða, hve mikið kveði að dansi í jreirri tegund guðsdýrkunar, enda sé j>að sannast sagna, að eigi finnist neins staðar danslausar launhelgar. Fjöl- breytni slíkra dansa í guðsþjónustunni var afár mikil. Eðli dansins mótaðist af efni goðsagnarinnar, sem hann átti að lýsa. Drengimir, sem dönsuðu t. a. m. á hátíð Díonýsosar vínguðs, lifðu sig inn í goðsögnina og léku hana. Leiklist og dans voru reyndar óaðskiljanlegar listgreinir í Hellas. Danskórinn lék þrautir þaer, er guðinn hafði orðið að þola, ofsóknir þær, sem hann hafði orðið að sæta frá einni borg til annarrar, unz hann geystist fram í öllu sínu veldi og ekkert fékk stöðvað sigurgöngu hans. Þetta efni og ýmsar aðrar goðsagnir veittu dönsur- um ómetanleg tækifæri til að tjá sig með látbragði og hreyfingum. Sumt efni goðsagnanna var að vísu þannig vaxið, að ekki var fyllilega við- eigandi að sýna það á raunsæjan hátt með dansi. Tímdþeos, samtímamaður Evrí- pídesar, orti t. a. m. frægt trúarljóð fyrir danskór, er nefndist „Fæðingarhríðir Semelu“, en Semela var móðir Díonýsosar, sem kunnugt er. Var mönnum nóg koðið að sjá drengi syngja það og dansa. Hin nýja kynslóð tónlistarmanna og skálda, sem kom fram undir lok 5. aldar, gerði sér far um að sýna hvað sem var á sem allra raunsæjastan hátt. Platón segir á einum stað í riti sínu „Ríkinu“ (Pol. 396 A-B), að dansarar verði að stæla með látbragði sínu og rödd járnsmiði við aflinn, handiðnamenn að störf- um, sjómenn við róður og stýrimenn gefandi fyrirskipanir, hneggjandi hesta, öskrandi naut o. s. frv. í meðferð jressara manna varð dansinn oft grófur og stundum siðlaus, þó að skákað væri í skjóli trúarathafna. Mun fordæming Platóns á hinum leikræna þætti í skáldskap og tónlist að verulegu leyti stafa af andúð hans á þeirri þróun. Leiðtogi kórsins valdi drengina, sem dansa áttu. Engum föður var heimilt að hindra eða banna, að sonur hans dansaði í kór, ef kórstjórinn hafði kjörið drenginn til jiess. Langoftast hefur því vali verið tekið fegins hendi, því að það jrótti sómi, og dansi var samfara ströng líkamleg þjálfun og um leið góð tónlistarkennsla. Ættflokkar Ajrenuborgar voru tíu. Árlega voru drengir í hverjum ættflokki valdir til að keppa við drengjakóra hinna ættflokkanna á stórhátíðum guðanna. At þessu má ráða, að verulegur hluti drengja í borginni hafi notið danskennslu, þó að dans teldist ekki sbeinlínis til kennslugreina skólanna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.