Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1972, Side 56

Andvari - 01.01.1972, Side 56
54 JÓN GÍSLASON ANDVARI er mælikvarði allra liluta,“ notar orðið „sófista“ Læði um Hómer, Hesíodos, Músaios, Orfevs og Símonídes. Önnur nofkun orðsins liafði einnig viðgengizt frá alda öðli, þ. e. þeir, sem snillingar voru taldir á einhverju sérstöku sviði, t. a. m. í trésmíði, læknislist eða kappakstri, voru einnig í krafti þess nefndir ,,sófistar“ (sbr. Hom. II. XV. 412), spakir menn. Þannig tengdist orðið bagnýtri þekkingu eða verklegri. Undirstaða allrar bóldegrar fræðslu í Hellas frá upphafi voru ljóð skáldanna óg rit heimspekinganna. En nú var lestrarkennarinn kallaður „grammatistes", tónlistarkennarinn „kíþaristes", og því fór svo að lokum, að kennari, sem hafði með höndum hina æðri fræðslu, var kallaður „sófistes“, þ. e. orði, sem hafði sömu endingu og starfsheiti annarra kennara. Á síðari hluta 5. aldar f. Kr. b. jókst eftirspurn eftir al'Is konar framhaldsfræðslu hröðum 'skréfum. Sófistarnir komu fram til að fullnægja þeirri eftirspurn. Þeir höfðu kennslustarf að atvinnu og fluttu sig til milli borga eftir því, sem eftirspum eftir fræðslu þeirra gaf tilefni til. Meðal námsgreina þeirra, sem sófistar kenndu, má geta stærðfræði (sem greindist í tölfræði, flatarmálsfræði og stjömufræði), málfræði, landafræði, náttúrufræði, bragfræði, tónfræði, sagnfræði, þar með einnig goðafræði og ættfræði, stjömuifræði, siðfræði, gagnrýni trúarbragða, minnislist, rökfræði, her- stjórnarlist, dráttlist og málaralist, vísindalega líkamsrækt og síðast, en ekki sízt, mælskulist. Allt þettá fjölbreytta sáfn fræðigreina varð ekki nefnt öðru heildarnafni en blátt áfram „vizka“, „sofía“, og mennirnir, sem fræðin kenndu, „söfistar“, „vitrir menh“. Hvort tveggja er, að misjafn sauður var í rnörgu fé, þar sem þessir „vizku- kennarar" svokölluðu voru, og eins hitt, að nær ajlar umsagnir, sem þá snerta, stafa frá mönnum, sem engan veginn geta talizt hlutlausir í málinu. Aristofanes hefur t. a. m. í gamanleik sínum „Skýjunum" látið sófistana og nemendur þeirra hafast við í svonefndri „hugmyndasmiöju“ neðan jarðar. Þeir eru fölir og sóðalegir, önnum ka'fnir við alls konar rannsóknir. I náttúrufræði eru þeir t. a. m. að glíma við þessa stórmerkilegu spurningu: „Hve margar lcngdir eigin lappar tckur fluga 1 einu stökki?“ — Með tilraunum heppnast að lá svar víð þcirri spurningu. Síðar í leiknum taka þessir „náttúrufræðingar" að velta því fyrir sér, hvernig á því standi, að aldrei skuli sjórinn fyllast, þó að ár og lækir renni í hann endalaust. Neniendur í þessari „hugmyndasmiðju" hugsar skáldið sér sem luhbalegar og langsolthar jurtaætur, sem ekki tími að eyða fé í klippingar eða rakstur eða bað og forðist eins og heitan eld bæði vín og íþróttaiðkanir. En það, senr Aristo-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.