Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 56
54
JÓN GÍSLASON
ANDVARI
er mælikvarði allra liluta,“ notar orðið „sófista“ Læði um Hómer, Hesíodos,
Músaios, Orfevs og Símonídes.
Önnur nofkun orðsins liafði einnig viðgengizt frá alda öðli, þ. e. þeir, sem
snillingar voru taldir á einhverju sérstöku sviði, t. a. m. í trésmíði, læknislist eða
kappakstri, voru einnig í krafti þess nefndir ,,sófistar“ (sbr. Hom. II. XV. 412),
spakir menn. Þannig tengdist orðið bagnýtri þekkingu eða verklegri.
Undirstaða allrar bóldegrar fræðslu í Hellas frá upphafi voru ljóð skáldanna
óg rit heimspekinganna. En nú var lestrarkennarinn kallaður „grammatistes",
tónlistarkennarinn „kíþaristes", og því fór svo að lokum, að kennari, sem hafði
með höndum hina æðri fræðslu, var kallaður „sófistes“, þ. e. orði, sem hafði
sömu endingu og starfsheiti annarra kennara.
Á síðari hluta 5. aldar f. Kr. b. jókst eftirspurn eftir al'Is konar framhaldsfræðslu
hröðum 'skréfum. Sófistarnir komu fram til að fullnægja þeirri eftirspurn. Þeir
höfðu kennslustarf að atvinnu og fluttu sig til milli borga eftir því, sem eftirspum
eftir fræðslu þeirra gaf tilefni til.
Meðal námsgreina þeirra, sem sófistar kenndu, má geta stærðfræði (sem
greindist í tölfræði, flatarmálsfræði og stjömufræði), málfræði, landafræði,
náttúrufræði, bragfræði, tónfræði, sagnfræði, þar með einnig goðafræði og
ættfræði, stjömuifræði, siðfræði, gagnrýni trúarbragða, minnislist, rökfræði, her-
stjórnarlist, dráttlist og málaralist, vísindalega líkamsrækt og síðast, en ekki sízt,
mælskulist.
Allt þettá fjölbreytta sáfn fræðigreina varð ekki nefnt öðru heildarnafni en
blátt áfram „vizka“, „sofía“, og mennirnir, sem fræðin kenndu, „söfistar“, „vitrir
menh“.
Hvort tveggja er, að misjafn sauður var í rnörgu fé, þar sem þessir „vizku-
kennarar" svokölluðu voru, og eins hitt, að nær ajlar umsagnir, sem þá snerta,
stafa frá mönnum, sem engan veginn geta talizt hlutlausir í málinu.
Aristofanes hefur t. a. m. í gamanleik sínum „Skýjunum" látið sófistana og
nemendur þeirra hafast við í svonefndri „hugmyndasmiöju“ neðan jarðar. Þeir
eru fölir og sóðalegir, önnum ka'fnir við alls konar rannsóknir. I náttúrufræði
eru þeir t. a. m. að glíma við þessa stórmerkilegu spurningu: „Hve margar
lcngdir eigin lappar tckur fluga 1 einu stökki?“ — Með tilraunum heppnast að
lá svar víð þcirri spurningu. Síðar í leiknum taka þessir „náttúrufræðingar" að
velta því fyrir sér, hvernig á því standi, að aldrei skuli sjórinn fyllast, þó að ár
og lækir renni í hann endalaust.
Neniendur í þessari „hugmyndasmiðju" hugsar skáldið sér sem luhbalegar og
langsolthar jurtaætur, sem ekki tími að eyða fé í klippingar eða rakstur eða
bað og forðist eins og heitan eld bæði vín og íþróttaiðkanir. En það, senr Aristo-