Andvari - 01.01.1972, Side 68
JAKOB JAKOBSSON:
Stærð fiskstofna
Inngangur
Þekking okkar á sjónum og sævarbúum hetur lengstum verið af skornum
skammti. Til skamms tíma hafa bugmyndir og getgátur orðið að koma í stað
vitneskju og staðreynda. Þá em breytingar svo örar í sjó og á sjávarlífi, að það sem
menn |>óttust vita með vissu í dag var orðið rangt á morgun.
ÞiJátt fyrir hvcrl ulleik bafsins eða e. t. v. vegnia bans bala þúsundir manna
varið lífi sínu til rannsókna á leyndardómum þess og náttúru. Vilja og ;þekkingar-
þrá hefur !því sízt skort. Vandinn hefur bins vegar verið sá, að rannsóknir af
þessu tagi eru óbjákvænúlega dýnar og menn oftast tregir til fjárveitinga, nema
von sé um arð fyrr eða síÖar.
Hér er raunar ekki ætlunin að rekja sögu hafrannsókna almennt, beldur verður
gerð nokkur grein fyrir því, hvernig við reynum að svara einni af ótalmörgum
spurningum, sem lagðar eru fyrir 'þá menn, er við bafrannsóknir fást, spurningu,
sem reynzt hefur býsna áleitin og raunar mikilvæg á síðustu árum: Hve margir
em fiskarnir, sem synda í sjó?
Fyrir nokkrum áratugum eða jafnvel árum befðu víst flestir svarað þessari
spurningu á þann veg, að l jöldi ifiska í sjó væri meiri en svo, að þess væri nokkur
kostur að gera sér grein fyrir bonum, enda landkröbbum ekki hægt um vik að
skyggnast um í óravíddum myrkra batdjúpa. Hin allra síðustu ár hafa menn
þó rekið sig óþyrmilega á þá staðreynd, að fiskur befur gengið til þurrðar á
mörgum gjöfulum miðum, og það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að
fá sem öruggasta vitneskju um stærð hinna einstöku fiskstofna. Án slíkrar þekk-
ingar er ekki unnt að hata þann bemil á fiskveiðum, sem nauðsynlegur er til
að vernda fiskinn fyrir ofveiði og koma í veg fyrir aflabrest.
Hér á eftir verður minnzt á þrjár aðferðir, sem nótaðar eru til ákvörðunar á
stærð fiskstofna.