Andvari - 01.01.1972, Síða 69
ANDVAM
STÆRtí FISKSTOFNA
67
Fiskmerkingar
Um langt skeið héfur fiskmerkingum verið beitt með góðurn árangri við
könnun á fiskigöngum. Upphaf fiskmerkinga er venjulega miðað við árið 1653,
en þá hafði Englendingurinn Sir Francis Bacon merkt lax með því að hnýta
borða um styrtlunia og kanna á þann 'h’átt, hve lengi laxinn væri í sjó, áður en
hann kærni til baka í ferskan árstrauminn. Gullöld fiskmerkinga hófst þó miklu
síðar. Venjulega er miðað við, að merkingar í stórum stíl hefjist árið 1873 á
vatnafiskum, og árið 1893 hóf Duninn C. G. J. Petersen merkingar á skarkola.
Þá er talið, að hefjist merkingar á fiskum, sem eingöngu lifa í sjó.
I fyrstu voru þessar merkingartilraunir miklurn vandkvæðum bundnar. Merki
t'ildu tærast í sjónum og hverfa, önnur losnuðu af ’fiskinum, og lengi vel þótti
einsýnt að þessi rannsóknaraðferð myndi fyrst og fremst notuð til að kanna
fiskigöngur. Með aukinni reynslu, skipulögðum tilraunum og bættri tækni var
svo smám sarnan farið að nota niðurstöður fiskmerkinga til að gera sér nokkra
grein fyrir stærð einstakra fiskstofna. Aðferðin er í aðalatriðum mjög einföld:
Ef við göngum út frá því sem gefnu, að merktur ’fiskur og ómerktur sé í sama
hlutfalli í sjó og i afla, er augljóst, að:
Fjöldi fiska í sjó (N) = fjöldi veiddra fiska (n)
fjöldi merktra fiska fjöldi merktra fiska
í sjó (M) í afla (m)
þáverður # = — eða N = M •
r M m m
Við fáum þannig með einföldum hlutfallafeikningi, að fjöldi fiska í sjó sé jafnt
og fjöldi merktra fiska miargfaldaður með hlutfallinu á milli ómerktra og merktra
fiska í aflanum. Þessi aðferð héfur talsvert verið notuð og stundum með allgóðum
árangri. Hér skal aðeins greint frá einu dæmi:
í bók sinni Norðurlandssíldinni (1944) setti dr. Árni Friðriksson fram kenn-
ingar sínar um göngur síldarinnar milli Islands og Noregs. Þegar að stríðslökum
hófst hann handa um að koma á fót samvinnu Norðmanna og íslendinga um
síldarmerkingar — hinar fyrstu í Evrópu — í þeim tilgangi lað ganga úr skugga um
réttroæti kenninga sinna.
Árin 1952—1958 og aftur árin 1963—1966 voru endurheimtur síldar merktrar
við Norður- og Austurland svo miklar í Noregi, að gerð var árangursrík tilraun
til að ákvarða stofnstærð norsk-íslenzku síldarinnar á þann hátt, sem að framan
var greint.