Andvari - 01.01.1972, Page 71
ANDVARI
STÆRÐ FISKSTOFNA
69
1952 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68
Stærð norsk-tslenzka síldarstofnsins skv. niðurstöðum síldarmerkinga. Brotin lína er dregiit
þar sem stuðzt er við aðrar rannsóknir, sbr. meginmál. Hámörkin 1954— 1955 og 1963 —
1965 urðu þegar hinir sterku árgangar frá 1950 og 1959 hættust í stofninn. Síðara hámarkið
verður miklu lægra en hið fyrra vegna aukinna veiða.
Sóknin í fiskstofnana er venjulega ekki hin sama frá ári til árs, og í raun liefur
reynzt mjög erfitt að mælia 'breytingarnar tölulega. Af þessurn sökurn ibar ibrýna
nauðsyn til að finna aðferð, sem væri óháð slíkum breytingum, þ. e. breytingum
á skipaifjölda, gerð veiðarfæra, ífiskleitartækjum, kunnáttu skipstjóra o. s. frv.
Með nútíma tölvutækni hefur þetta tekizt, og skal ekki farið nániar út í þá
sálma hér, en þess aðeins getið, að gognin, sem tölvuútreikningarnir cru reistir á,
er sá fjöldi fiska, sem veiðast árlega úr hverjum árgangi, allt frá því að fiskurinn
fer að veiðast fárra ára garnall, unz hann hverfur alveg úr veiðinni 10—20 ára
að aldri, eftir því hvaða tegund á í hlut.
Nýlega hefur verið unnið úr gögnum, er varða stærð íslenzku síldarstofnanna,
og eru niðurstöður sýndar á 2. mynd.