Andvari - 01.01.1972, Side 75
SVEINN BERGSVEINSSON:
Jóhann Sigurjónsson í Miinchen 1912
i
Ég þykist vita, íað menn leggi töluvert upp úr bók Helge Toldlbergs um Jóhann
Sigurjónsson, einlægs áhugamanns, þótt bann dæi, áður en bann liti að fullu
árangur erfiðis síns. Hann fann bréf frá Jóbanni og margvísleg gögn varðandi
hann, sem við vissum ekki um áður.
En þegar hann skrifar um Fjalla-Eyvind (bls. 41—45), iþá hefur bann áuð-
sjáanlega ekki öll frumgögn í böndum. Því geta orð hans valdið nokkrum mis-
skilningi. H. T. skrifar efst á bls. 45: „Den kplige módtagelse pá de norske scener
slap han 'for :at overvære, iw skuffelsen over stykkets uforudsete fiasko i Mún-
chen i december 1912 delte han med sin kone (undirstrikað af mér), som han
havde taget med pá Tysklandsrejsen i tillid til gentagelse af successen i Götelborg."
Ef við athugum þetta nánar, þá lesum við hjá EI. Toldberg, að Jóliann eigi
leiksigur sinn þar í iborg Vidtor Sjöström að þakka, er lék Kára og síðar í kvik-
myndinni, sem ýmsir minnast enn. En ósigurinn í Munchen er í sambandi við
hlutverkið Höllu á leiksviðinu.
Ég birti hér á eftir leikdóm á frummálinu eftir fastan leikdómara í Munchen
á þessum tíma, Alfred Freiherr von Mensi. Ég átti bágt með að leggjja trúnað á
„stykkets uforudsete fiasko i Múnehen i december 1912“. Því leitaði ég uppi
Miinehenarblaðið á Ríkisbókasafninu í Berlín til að skoða þennan fræga ritdóm
mcð eigin augum. í sporum Jóhanns hefði ég verið sæmilega ánægður með giagn-
rýnina sjálifa, sem birtist 4. jan. 1913, en frumsýningin var 28. des. 1912 og
þar með síðasta sýning ársins í „Königliches Residenztheater“.
Það er stórt orð hákot, hvað þá heldur „'fiasko", ósigur. Fríherrann vtar auð-
sjáanlega hlynntur þcssum unga íslenzka rithöfundi. En iþar stendur ein setning,
sem gæti talizt móðgandi, ekki fyrir Jóhann sérstaldega, heldur fyrir okkur
íslendinga. Hún héfst á orðunum: „Es ist ein wildes Geschleoht (Þetta eru
hálfvilltar manneskjur) ...“ Kannske þykist baróninn tala þar fyrir munn allra
Miinchenarbúa?
Eftir því sem ég kemst næst, liggur aðalvandlamáiið í leikmeðferð Höllu.