Andvari - 01.01.1972, Side 77
ANDVARI
JÓHANN SIGURJÓNSSON í MUNCHEN 1912
75
II
Leikdómur um Fjalla-Eyvind,
eftir v. Mensi í Miinchen, 4. janúar 1912.
Árinu lauk meS atliyglisverSri frumsýningu á nýju lcikriti í Hallarleikliúsinu
í Múnclien. Þetta er fyrsta sýning þess í Þýzkalandi, éftir aS ]raS licfur veriS sýnt
við góSan orðstír í Kaupmanna'höfn árið sem leiS. LeikritiS lieitir „Berg-Eyvind
und sein Weih“, drama í 4iþáttum eftir ósvikinn íslending, Jóhann Sigurjónsson,
þýtt af Alfons Fedor Cohn. — Enda þótt þessi athyglisverSi sjónleikur 'fengi lof-
lega móttöku þegar í byrjun, mun styrkleiki ihans og áhrifamáttur ekki reynast
hér jáfnendingargóSur og á heimáslóSum skáldsins.
Þetta er eSlilegt. Leikurinn á iaS gerast á 18. öld, og mörgum okkar á sySri
breiddargráSum mun þykja gangur hans æriS framandi. Segja má, aS hiS unga
skáld 'hafi sýnt ótvíræSa hæfileika, en þaS er erfitt aS fullyrSa neitt um trú-
verSugleika söguþráSarins. Þetta eru hálfvilltar manneskjur, sem af frumstæSri
eSlishvöt berjast 'fyrir sínu litla lífi og ást sinni. Einstakar persónur eru eins og
sniðnar eftir hetjum Islendingasagna. Fyrstu tveir, já, jafnvel þrír þættirnir voru
nokkuS vel samdir og náðu hylli áhorfenda. Þótt þeir væru dálítið langdregnir,
fylgdi maður gjarnan leiðsögu höfundarins. Sama verður ekki sagt um fjórða og
síðasta þáttinn.
(Þá lýsir v. Mensi söguþræSinum með nokkrum orðum).
Á fjöllum lifum viS í þriðja þætti ástarrómantík í skjóli hinna eilífu jökla.
Þetta frjálsa lif fær þó bráðan endi, þegar byggSamenn finnia hreysi þeirra — og
úr því finnst okkur saga þeirra næsta ótrúleg, a. m. k. harla óviðkunnanleg.
I lalla kastar néfnilega barninu i fossinn, áSur en hún flýr með elskhuga sínum,
svo aS það falli ekki í hendur óvinanna. Við það hlýtur hún að missa alla samúð
áhorfenda, a. m. k. meSal kvenfólksins. Þessi kjarkmikla, en þrjózkufulla kona
missir á sér alla stjórn í köfanum í fjórða þætti, þegar þau horfast í augu við
hungurvofuna, og hleypur að síðustu út í hríSina í opinn dauðann.
Ef til vill er þessi óhugnanlegi endir á frumsýningunni að nokkru leyti frú
Swóhodu að kenna, sem æpti svo yfirgengilega í þessu atriði, að maður þurfti
helzt aS 'halda fyrir eyrun. Einnig iað öðru leyti var varla hægt að skilja hana í
þessum þætti, enda þótt hún skilaði hlutverki sínu vcl fyrr í leiknum, séi'staklega
í fyrsta þætti. Á móti henni lék hr. Steinruck (Kára), sem jafnframt setti leikinn
á svið og ef til vill uppgötvaði það hka til sýningar. Hann var miklu trúverðugri
persóna en Halla. ...
I linir forníslcnzku búningar voru ágætar eftirlíkingar, og áhorfendaskarinn á
frumsýningunni sýndi í byrjun mikinn áhuga á hinu framandi umhverfi leiksins