Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1972, Page 82

Andvari - 01.01.1972, Page 82
80 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVAIU raun Iians að vera alltaf eins konar utansveitarmaður um sín hjartfólgnustu mál. Innan heimilis hans urðu þau honum ennþá hjartíólgnari þess vegna. Á þessum árum voru allir bændur i sveitinni að einum undanteknum í Kaup- félagi Þingeyinga. Kaupfélagið var öðrum þræði pöntunarfélag, sem skiptist í deildir, þar sem deildarstjórinn safnaði pöntunum og gjaldeyrisloforðum og sá urn reikningshald lyrir deildarmenn sína. Samskipti deildarstjóra og deildar- manna voru mikil og náin. Jón á Hömrum var í deild þeirri, er faðir minn veitti forstöðu, og voru því mikil sldpti þeirra. Fór alltaf mjög vel á með þeim. Jón gætti þess vandlega að sníða öll viðskipti sín við hæfi. Ég held, að hann hafi aldrei skuldað neinum neitt. En til þess þurfti hann alltaf að gæta fyllsta hófs. Það var aldrei sultur í búi hans, en það var heldur aldrei mikið afgangs. En allt, sem afgangs var, þótti sjálfsagt að gengi til dætra hans, Iþeim til menntunar og frama. Jón lét sig sjaldan vanta á mannfundi í sveitinni, ef þar voru á ferð mál, er hann varðaði. En hann tók lítinn þátt í fundarmálum. Ég man ekki til þess, að ég heyrði hann taka til ináls í ræðu'formi. Hann fór sjaldan heiman úr sveitinni nema í kaupstaðarferðir, og þær fór hann ekki fleiri en 'þörf gerðist. Einstöku sinnum fór 'hann til jarðarfarar utan sveitar til að kveðja fornvini eða ættingja. Annars var hann heimakærari hverjum hónda sveitarinnar. Einhvern veginn fannst mér, að nágrannafólk þeirra Hamrahjóna liti svo á, að Jakóbína væri bónda sínum fremri. Ef til vill hefur það verið vegna þess, að það þekkti hana ennþá minna. Hún var fálát og fáorð, og sízt af öllu talaði hún við aðra um einkamál sín. En það vissu allir, að hún vann verk sín fljótt og vel, og heimilið var alltaf með allra bezt hirtu og snotrustu heimilum sveitarinnar. Hún gelck framan af árum í öll útiverk með bónda sínum, og það var jáfnvel talið, að 'hún stjórnaði þeim oft meira en hann. Engar sögur fóru af því, að þeim bæri nokkru sinni á milli. Þegar dætur þeirra komust á legg, sást þess hvergi merki eða heyrðist, að þær gerðu nokkurn mun foreldra sinna, þær voru þeim báðum jafn nán'ar. Heimilislífið virtist mjög samstillt, enda var fátt, sem truflaði það. Ég man aðeins eitt sumar eftir öðru heimilisfólki á Hömrum en hjónunum og þessum tveimur dætrum þeirra. Eg man ekki eftir Ragnhildi litlu, enda var ég ekki heimilinu náinn, en mikið á burtu úr sveitinni þau fáu ár, er hún lifði. Hamrar í Reykjadal er lítil jörð, en snotur og farsæl. Bú þeirra Hamráhjóna var tæplega meðalbú á þingeyska vísu, sniðið eftir því, sem jörðin bar. Ég veit ekki tilþess, að það hafi nokkru sinni orðið fyrir teljandi áföllum, og aldrei heyrði ég þess getið, 'að þaðan þyrfti að leita hjálpar um hey í harðindum á vori, en aldrei var þar heldur mikið afgangs. Ég veit ekki nákvæmlega um stærð búsins, en það hefur verið tæplega hundrað vetrarfóðraðs sauðfjár, tvær kýr og 2—3 hross.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.