Andvari - 01.01.1972, Page 86
84
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVAHI
hamingjusamari konu en þegar ég heimsótti hana nýgifta í Hafnarfirði og hún
fylgdi mér gangandi að Vífilsstöðum. Hún dó að fyrsta barni þeirra Skúla, og
var það mér mikill harmur.
Eftir Guðfinnu man ég það helzt frá þessum vetri, að hún skrifaði ágæta stíla,
og það mat ég mest við nemendur mína. Svo er mér skýrt í minni, er hún kom
til prófs. Ég hafði þá í fyrsta sinn haltrað að þinghúsinu og beið þar við glugga
móti vestri, er hún kom fyrst nemendanna vestan frá brúnni yfir Mýrará, for-
kunnar vel búin að mér fannst. Raunverulega bafði ég ekki veitt því athygli fyrr,
að hún var fullorðin stúlka.
Sumarið eftir vann ég að búi föður míns, er þá sat á Alþingi. Eftir það lagði
ég upp í mína ævintýraför. Ég Var í Reykjavík um veturinn sem óreglulegur
nemandi í kennaraskólanum og háskólanum í íslenzkum fræðum hjá þeim nöfn-
unum Sigurði Guðmundssyni og Sigurði Nordal, sem kom að háskólanum þá
um haustið. Eftir það fékk ég utanfararstyrk kennara út á ágæt meðmæli kennara
minna og tók unnustu rnína, Helgu Kristjánsdóttur, með mér til Danmerkur.
Að árinu loknu fengum við bæði styrk úr sáttmálasjóði til framhaldandi náms-
dvalar annað ár. Þetta voru mikil hamingjuár, þó að sumt væri líka erfitt. Vorið
1921 'hélt ég svo einn heim til íslands. Helga, sem þá var orðin eiginkona rrin,
fór til Englands til að Ijúka enskunámi og kom ekki heim fyrr en árið eftir.
Ég endurreisti skólann á Breiðumýri haustið 1921 og fékk Konráð Erlendsson
mér til aðstoðar við kennsluna. En Guðfinnu fékk ég til að kenna söng. Hún
hafði þá farið svipaða leið og ég til náms, utan troðinna slóða, en leitað til
þeirra kennara, er hún hugði bezta, stundað tónlistarnám hjá Sigfúsi Einarssyni
tónskáldi og fengið þar mikla viðurkenningu fyrir nám sitt. En jafnframt kennslu
sinni sótti hún nú öðru sinni til mín kennslu í íslenzku. Ég vil taka það fram, að
sú íslenzka, sem ég kenndi á þessum árum, var önnur námsgrein en nú er kcnnd
í skólurn og kölluð þessu naifni. Ég get varla talið, að ég hafi kennt stafsetningu,
og málfræði kenndi ég elcki heldur nema lítið, vegna þess að ég taldi slíka
kénnslu mjög gildislitla. Hins vegar reyndi ég að leggja alúð við að kenna
nemendum að skilja málið og nota það. Þessu vildi ég ná með því að lesa með
þeim nokkuð af því, sem mér fannst hafa verið bezt sagt á 19. og 20. öld á ís-
lenzkri tungu, og fá þá til að gera grein fyrir því, sem þeir höfðu heyrt og séð
og skilið, í töluðu og einkum rituðu máli. Líklega mundu kennarar nú heldur fá
einhverja hugmynd urn þessa kennslu rnína, ef ég kallaði hana kennslu í bók-
menntasogu. 19...aldar.og stílagerð fremur en kalla hana kennslu í íslenzku.
Þarsem éghafðiannan kennara mér til aðstoðr þennan vetur, var mér kennslu-
starfið sjálft létt. Heimilisstjórnin var líka lítil, því að nemendurnir voru eigi
néma urn tuttugu, og svo hafði ég fengið sjálfstæða og ágæta ráðskonu. Til þess