Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1972, Síða 92

Andvari - 01.01.1972, Síða 92
90 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVARI Guðfinnu tók það mjög sárt að skilja við sveit sína, Reykjadal, fagurgróinn og sólríkan, og hún saknaði söngfólksins þar, sem hún hafði hjálpað til að njóta íþróttar sinnar og lífsfyllingar á þriðja áratug og bar til hennar þakklátan hug. En umfram allt saknaði hún Hamra, þar sem hún hafði leikið sér harn, gætt Hamrafjárins með föður sínum á vorin, srnalað heiðina á æskuárum sínum, geng- ið að heyönnum, meðan heilsan leyfði, lileypt 'hesti sínum um grundirnar, notið sólar í hamrahlíðinni og sunnan undir bæjarveggnum, lifað og fundið til með fuglununr á heiðinni og í hlíðinni og þó einkum þeim, er gerðu sér hreiður í hlöðutóft eða bæjarvegg. Þar hafði hún notið heimilisins, sem foreldrar hennar höfðu búið ihenni af undraverðri aiúð í fatækt sinni og ekki var unnt að búa af sömu prýði í nýtízku húsi og ekki unnt að endurvekja til sama lífs á gamals aldri. Skilnaðurinn við Laugar held ég að ekki hafi verið henni eins viðkvæmur, bví að þar gat hún alltaf átt athvarf, ef hún vildi, hjá Kristjönu Pétursdóttur, og það var henni líka öðru hvoru „hamrahlé'*. Svo fékk Elúsavík líka sitt gildi fyrir Guðfinnu. Að sumu leyti sá hún sveitina sína betur þaðan. Hún hafði alls ekki heldur tapað benni að fullu, því að vinir hennar þar héldu rnargir sambandi sínu við hana, þó að hún væri flutt til kaup- staðar þeirra, aðrir, er fluttir voru þangað á undan henni, urðu henni enn nánari en fvrr. Meðal þeirra var t. d. Ingibjörg Tryggvadóttir, síðar eiginkona Jakobs Kristinssonar, en hún var á þessurn árum hjúkrunarkona á Húsavík. Svo urðu vissulega ýmsir til þess að taka henni mjög vel á Húsavík. Má meðal þeirra nefna séra Friðrik Friðriksson og Karl Kristjánsson alþingismann. Þeir urðu fyrstir til þess að koma ljóðum hennar á framfæri, og séra Friðrik mun einnig hafa ráðið miklu og líklega mestu um, að hún varð organisti Húsavíkurkirkju. En allra mest virði fyrir Guðfinnu mun þó hafa orðið vinátta þeirra Sörens Árnasonar frá Kvíslarhóli á Tjörnesi. Hann var leigjandi þeirra í Hamrahlíð, og sá Jakobína móðir Guðfinnu honum einnig fyrir fæði. Ég hef engin kynni af honum haft, en öllum, sem mér hafa frá honum sagt, ber saman urn, að hann sé frábær drengskaparmaður. Llm vináttu þeirra Guðfinnu veit ég það eitt, að hann sá um útför hennar, og hún bað hann fyrir móður sina, meðan hún lifði, og að hann hélt herwli yfir henni til dánardægurs hennar 17. október 1956 og sá einnig um útför hennar. Eftir að Guðfinna flutti til ITúsavíkur, bar fundum okkar oftar saman en síðustu ár hennar á Hömrum. Svo vildi til, að ég átti leið unr Húsavík rétt í þann mund, er það Hamrafólk flutti í sína HamrahHð, og þá hlaut ég að skoða Jreirra nýja heimkynni vandlega. Guðfinna bað mig Jrá að líta við h já þeirn, Jregar ég ætti leið urn Húsavík, og það tók ég á þann veg, að ég gekk Jrar aldrei fram hjá garði án þess að hafa |>ar viðdvöh Ég átti ]iá um nokkur ár heima í Reykjavík
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.