Andvari - 01.01.1972, Síða 95
ANDVARI
GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR FRÁ HÖMRUM
93
En þó af þessu bréfi Guðfinnu megi verða ljóst, að égihef ekki „fellt ketil hennar
í eld“, vil ég afdlráttarlaust viðurkenna það, að Karl Kristjánsson og séra Friðrik
Friðriksson prestur á Flúsavík urðu ífyrstir til þess að koma kvæðum Guðfinnu
á framfæri opinberlega, í Þingeyskum ljóðum 1940.
Þegar Þingeysk ljóð komu út, vöktu kvæði Guðfinnu mesta athygli, e. t.v. að
einhverju leyti vegna þess, að hennar ljóðagerð var óþekkt áður. Meðal annarra,
er mjög fögnuðu Ijóðum hennar þar, var dr. Guðmundur Finnhogason, er ritaði
henni langt bréf til hvatningar og bauðst til þess að annast útgáfu á ljóðum
hennar. Þetta vakti henni mikinn fögnuð, og réð hún það við sig þegar, er hún
hafði fengið bréf Guðmundar, að gera allt hvað hún gæti úr kvæðum iþeim, er
hún átti, kvæðabrotuin og þeim efnivið í ljóð og kvæði, er hún geymdi í huga.
Hún lagði í þetta alla þá orku, sem hún hafði yfir að ráða, og það kraftaverk
gerðist, að heilsa 'hennar batnaði og henni óx þrek. Hún öðlaðist meira vinnu-
þrek en hún hafði ihjá sér fundið í fimmtán ár. Hún hafði 45 kvæði búin til
prentunar að ári liðnu, og sá dr. Guðmundur unr útgáfu þeirra 1941. Þessi kvæði
fengu góða dóma hjá öllum þeim, er minntust þeirra opinberlega.
Ég hafði um þessar mundir talsvert mikil skipti við Ragnar Jónsson í Smára
og hafði jafnvel boðið honum að útvega kvæði Guðlinnu til útgáfu. En ég hafði
eins og áður gætt of mikillar gætni í dómum mínum um ágæti !þeirra, til þess að
hann tæki mark á því boði mínu, og eftir að Fjóð hennar komu út 1942, ávítaði
hann mig fyrir íþað. Þetta varð til þess, að ég útvegaði honum 27 ný kvæði frá
Guðfinnu til útgáfu, Ný Ijóð, 1945. Þegarhún lagði mér þessi nýju ljóð í herid-
ur, var henni fullljóst, að hverju fór um heilsu hennar. Síðasta ljóðið í því safni,
iMeð sól, var raunverulega kveðja hennar til lífsins.
Við útgáfuna á Jjessum nýju ljóðum Guðfinnu brutunr við Ragnar að einu
leyti gegn tillögum ihennar. Ákveðið var að hafa upplag ljóðabókarinnar stærra
en hún vildi. Hún skrifaði mér (1. nóv. 1944); „Ég vil helzt ekki, að upplag
kvæðanna sé stærra en 4—5 'hundruð eintök. ... Mitt álit er það, að þessi ljóð
verði ekki keypt eins rnikið og hin fyrri. Margir, sem þekktu mig lítillega vegna
söngstarfs og kennslu í hljóðfæraleik, keyptu bókina þess vegna. En þeir kaupa
ekki aðra dýrari, en Jíklega engu betri. ... Svo er nafnið á bókinni. Finnst þér
ekki, að hún mætti heita Ný ljóð eða Söngvar? Það er að vísu gamaldagls, en ég
hef engan áhuga á að velja henni frumlegt heiti.“ Hér er þessi bréfkafli birtur
vegna þess, að hann reyndist vitni um, hve Guðfinna var nærgætin urn vin-
sældir' sínar og ljóða sinna og það umfram okkur Ragnar, sem höfðum miklu
betri aðstöðu til að gera okkur grein 'fyrir söluhæfni Ijóðanna. Þetta eins og flest
annað mat hún nreð rólegri skynsemi. Hins vegar var hún of yfirlætislaus til
þess að taka ágætri tillögu Ragnars um heiti ljóðabókarinnar, Með sól, eða Ég