Andvari - 01.01.1972, Síða 103
ERIC LINKLATER:
Orrustan við Clontarf
í Clontarf, sem nú er útborg í norÖurhluta Dyflinnar, varö árið 1014 atburð-
ur, sem tekur mikið rúm í írskum annálum, og 'þýðing hans er gerð slík, að krefj-
ast verður frekari skýringa en þeirrar staðreyndar, að yfirkonungurinn Brjánn
Boru lét líf sict á stundu -stórsigurs yfir her fjandsamlegra Leinstermanna og
norrænna víkinga. Hernaður milli innrásarmanna og innborinna íra — eða milli
nýrra innrásarmanna og norrænna íbúa og írskra bandamanna þeirra — hafði
átt sér stað bvað ehir annað um nærfellt tveggja alda skeið, og jafnvel bör-
undsárir íbúar hinna keltnesku heimastöðva hljóta að hafa orðið ónæmir fyrir
ósigrum og tortryggnir gagnvart sigrum. En herferðin, sem leidd var til lykta á
óljósan hátt við Clontarf, hefur alltaf virzt írskum sagnariturum sérlega mikil-
væg, og hinir sigruðu innrásarmenn — ótiltekinn fjöldi norrænna manna — voru
að því leyti sammála sigurvegurunum, að hér hafi verið um óvenjulega þýðingar-
mikinn atburð að ræða. Enskir sagnaritarar hafa gefið orrustunni minni gaum,
en hún virðist eiga skilið rúm í Englandssögu jafnt og í óljósri frásögn á írlandi.
I Innisfailen-annálum, elztu írsku frásögn af orrustunni, fylgir á eftir skrá um
höfðingja, sem féllu, sú áhrifamikla staðhæfing, að manndrápunum hafi valdið
„útlendingar af norðurslóðum“.
Cronicon Scottorum skýrir svo frá, að „útlendingar utan úr hcimi, þeir sem
bjuggu í Skandinavíu og þar vestur af, sameinuðust gegn Brjáni... með þeim
var þúsund manna herlið.“ Samkvæmt Lllsterannálum fóru þeir Brjánn, kon-
ungur á Irlandi, og Maelseohlainn, konungur í Tara, með leiðangur gegn Lein-
stermönnum, útlendingunum í Dublin og „jafnmörgum útlendingum frá Skandi-
navíu, það er að segja þúsund hermönnum.“
Blóðugur bardagi var háður, „sem á sér engan líka“, og herinn, sem tapaði,
missti samtals sex þúsund menn. Meirihlutinn var sennilega Leinstermenn.
En sögufrægð Clontarf óx með árum, og umfangsmeiri frásögn af áthurðum
er að finna í Styrjöldum Ira við útlendingfi (The Wars of die Irish with the
Foreigners), en hluti af því riti var sennilega skráður á 12. öld, þó að 14. aldar
handrit sé elzta heimild að mestum hlutanum. Þar segir: Þegar útlendingar í