Andvari - 01.01.1972, Síða 105
ANDVABI
ORRUSTAN VIÐ CLONTARF
103
prestsins á Svínafelli, og á Þváttá sá presturinn mikið hyldýpi sjávar opnast við
lilið altarisins. 1 Orkneyjum þóttist maður, Hárekur að nafni, sjá Sigurð jarl og
nokkra af mönnum lians. Hann steig á bak hesti og reið til fundar við þá og
hvarf ásamt með þeim bak við hæð. Aðrir menn horfðu á fund þeirra, en Há-
rekur sást aldrei framar. í Suðureyjum dreymdi Gilla jarl, sem var mágur Sig-
urðar, að maður kæmi frá írlandi og segði honum frá óförunum við Clontarf.
Skiljanlegt er, að dauði Brjáns gerði orrustuna að einhverju leyti sérlega þýð-
ingarmikla í hans eigin landi, þótt líklegra sé, að orrustan gerði Brján frægan;
en því verður ekki trúað, að konungurinn í Munster, sem var nýlega orðinn
yfirkonungur Irlands, væri svo kunnur á íslandi, á Katanesi og Færeyjum, að
orðrómur um fall hans vekti hug'boð ótta eða skelfingar, sem gat af sér sögur
þessum líkar. Sigurður Orkneyjajarl var kunnur vel á norðurhjaranum sem
valdsmaður og hetja, en svo mikill var hann ekki að höfðingsskap né dáðum, að
með himinskautum færu furðusýnir og kveinstafir yfir falli hans. Ekki er heldur
hægt að gera því skóna, — sem stundum hefur gert verið, — að heiðnir norður-
byggjar hafi orðið skelfingu lostnir við sigur kristins manns og séð í undrum
og stórmerkjum dóminn yfir heiðnum goðum sínum. Heiðnir Norðurálfumenn
höfðu aldrei horið yfirvættis lotningu fyrir heiðnum goðum sínum og höfðu nú
að rnestu látið þau fyrir róða, og það er fráleitt að l'íta á Clontarf sem sigur fyrir
kristna kirkju, þar sem Brjánn konungur stóð öndvert Leinstermönnum, sem
verður að líta á sem jafn trúaða Munstermönnum, eða Sigurð og eyjaskeggja
hans, sem höfðu verið að minnsta kosti að nafninu til kristnir í nær tuttugu ár.
Á íslandi voru það auk heldur kristnir kennimenn, sem reyndu eða sáu fyrir-
boða dómsins.
Það skiptir litlu, hvort þessi fyrirbæri voru afleiðing einhverra taugatruflana,
sem hafa átt sér stað um það leyti, sem orrustan varð, eða voru fundin upp
síðar af sagnamönnum til þess að lýsa dapurleika eða forspá um lánleysi, sem
fylgdi frétt um ósigurinn. Hvort heldur skáldskapur eða merki um taugatruflun
eru þau sönnun um þýðingu orrustunnar í augum norrænna manna frá norður-
héruðum Bretlands og alla leið til íslands; og það er afar ósennilegt, að fall írsks
konungs eða þátttaka Orkneyjajarls í einni af mörgum mannskæðum styrjöldum
á írlandi hefði getað gert orrustuna svo þýðingarmikla, víðfræga og áhrifamikla.
Orrustan við Clöntaff var ekkert einsdæmi um mikið mannfall á. þessari grimmu
öld; en hún er sú eina, sem hefurorðið svo óhóflega skreytt og aukin yfirnáttúr-
legu efni. Vcrt er að gefa gaum að hreinni og beinni fullyrðingu í sögu íslend-
ingsins, Þorsteins Síðu-Hallssonar, að orrustan við Clontarf hafi „frægust verið
fyrir vestan hafið bæði að fjölmenni og stórtíðindum þeim, sem þar urðu“. Verð-