Andvari - 01.01.1972, Síða 111
ANDVARI
ORRUSTAN VIÐ CLONTARF
109
auka frægð garnla konungsins, ef Brjánn sigraði. Hver sem ástæðan var, sat
Maelsechlainn hjá eins og Ospakur hafði gert.
í hinu rómantíska sagnariti, sem nefnist Styrjaldir Ira vit) útlendinga, er sagt,
að orrustan hafi staðið frá dögun til sólseturs, og jrar og annars staðar eru lifandi
lýsingar af grimmilegum bardaga og hræðilegu mannfalli. 1 einni frásögn er
sagt, að menn féllu dauðir eins og hafraöx fyrir sláttumanni, og á öðrum stað,
að fyrir kvöldið líktust herirnir skógi, 'þar sem öll ung tré hafa verið felld, en
aðeins þau gömlu standa. Brjánn var drepinn, Bróðir og Sigurður féllu, en Sig-
tryggur í Dyflinni, sem var svo forsjáll að dveljast um kyrrt í borginni, hélt lífi.
Fimmtán íslendingar féllu þeirra, sem höfðu verið gerðir útlægir ásamt Flosa og
haldið í suðurveg með Sigurði, en Islendingurinn Þorsteinn lifði það að nefna
orrustuna hina frægustu fyrir vestan hafið „bæði að fjölmenni og stórtíðindum
þeim, er þar urðu“.
En hver voru tíðindin? Ösigur uppreisnargjarnra Leinstermanna, útlendinga
í Dyflinni og bandamanna þeirra getur varla talizt til meiri háttar tíðinda —
eftir tveggja alda hernað af sama toga — nema áform iþeirra, sem ósigurinn biðu,
hafi almennt verið viðurkennd ógnun við allt Irland. Það er að segja nerna orr-
ustan hafi upphaflega verið skipulögð sem hluti af stórbrotinni hernaðaráætíun
Sveins tjúguskeggs; og ef svo er, þá hefur orrustan við Clontarf getað haft jafn-
mikla þýðingu og orrustan við Hastings, — en orrustan við Hastings fór á annan
veg.
Andrés Bjömsson þýddi.