Andvari - 01.01.1972, Page 113
STEPHAN VILBERG BENEDIKTSSON:
Ferð á feðraslóðir
Melbourne, í nóvember 1970.
Eljsku mamma.
Ég hd nú loksins sett saman frásögn af ferð okkar ti'l Islands.
Við hringdum til þín frá New York, rétt áður en við stigurn upp í vélina um
tíuleytið laugardagskvöldið 2. maí 1970. Þetta var fyrsta þotuflug Loftleiða,
farþegar fleiri en þeir áttu að venjast í einni ferð, og gekk því allt örlítið úr
skorðum. Fargjöld þeirra eru til muna lægri en hjá IATA, og nýtur félagið
því mikilla vinsælda.
Við lentum á Keflavíkurflugvelli kl. 6 á sunnudagsmorgni og urðum vegna
þotuflugsins fljótari í förum en við hofðum gert ráð fyrir.
Að sjá Island í fyrsta sinn gladdi mig mjög, þvi að til þess hafði ég hlakkað
alllengi.
Veður var svalt, en þó ekki verulega kalt, föl á jörðu, veðrið ,ekki ósvipað .því,
sem það var í Calgary vikuna, sem við vorum heima. Grænir grasgeirar voru
fyrir framan flugstöðvarbygginguna í Keflavík. Einungis um tuttugu farþegar,
hinir harðgerðari í hópnum, fóru hér úr vélinni. Bílferðin til Reykjavíkur, þar
sem leiðin liggur á að gizka 20 mílur um görnul bmnáhraun, var heldur daufleg,
enda varð manni það að velta því fyrir sér, hvort það hefðu verið Bandaríkjamenn
eða íslendingar, sem völdu þennan stað undir flugvöll snemma í heimsstyrjöld-
inni síðari.
Við komum okkur fyrir á I Iótel Borg, löguðum okkur fil og fórum ofan til
morgunverðar. Að svo búnu hölluðum við okkur öll og sváfum til hádegis, þegar
Guðmundur Benediktsson hringdi til okkar úr forsætisráðuneytinu. Eins og
þú veizt, sendum við dr. Bjarni Benediktsson loiúætisráðherra hvor öðrum jóla-
kveðju, frá því er við hittumst fyrst'í Red Deer 1963. Llm jólin síðustu gat ég
þess, að verið gæti við færum til íslands í ár, og skrifaði hann mér þá og bað mig
að láta sig vita, hvenær við kæmum. En ég gerði það rétt áður en við lögðum
af stað frá Ástralíu.
Guðmundur flutti okkur kveðju forsætisráðherra og bauð okkur til opinberrar