Andvari - 01.01.1972, Qupperneq 118
116
STEPHAN BENEDIKTSSON
ANDVAUl
G. Við hittum einnig Eyþór Stéfánsson tónskáld heima hjá Guðjóni. Mér skilst,
að Eyþór sé áttræður [hann var raunar 69 ára], 'þótt 'hann sýnist ekki deginunr
eldri en fimmtugur. Við fengum ósvikið íslenzkt kaffi með smurðu brauði og
tólf mismunandi kökutegundum, en urðum loks að slíta okkur frá öllu sarnan
og flýta okkur til að ná í flugvélina aftur til Reýkjavíkur. Síðustu tvo daga
dvalarinnar á Íslandi héldum við til á City Hotel. Það er gott gistihús, ekki mjög
dýrt, og fólkið þar var okkur mjög vinsamlegt eins og raunar allir, hvar senr við
komum á íslandi.
Við vorum ekki fyrr setztir að á hótelinu en síminn hringdi, og var það
Kristinn Baldursson, frændi Bjarna Benediktssonar. Bóndinn í Víðimýrarseli
var mágur hans, og faðir Kristins [Baldur Sveinsson] og afi minn voru virkta-
vinir. Faðir Kristins var í Winnipeg á fyrstu árum þessarar aldar, og hófust þá
bréfaskipti hans og Steþhans G. Þeir skiptust enn á bréfurn, eftir að hann hvarf
heirn til íslands, og loks 1917 bar fund 'þeirra saman á Islandi.
Kristinn bauðst til að aka okkur austur að Heklu til Iþess að horfa á atganginn
þar, þegar kvölda tæki. Við þáðum boðið, og Kristinn og dóttir hans óku okkur
til staðar, sem var um 10 kílómetra frá eldstöðvunum. Við stóðum á háum
árbakka og horfðum þaðan á rauðar hrauntungumar renna ofan eftir f jallshlíð-
inni og hlustuðum á drunurnar. Þegar við snerum lieim á leið, vorum við ötuð
eld'fjallaösku. Við komum til Reykjavíkur kl. þrjú aðfaranótt fimmtudags eftir enn
einn viðburðaríkan dag.
Þá var komið að síðasta degi íslandsdvalarinnar, er var uppstigningardagur,
Kristinn og bróðir hans fóm með okkur í heimsókn til vinar iþeirra, Gunnars
Eggertssonar. Gunnar héfur safnað verkum Steþhans G. og kynnt sér þau all-
vandlega. Elann á fallegt heimili á sjávatbakkanum, og það var gott að koma til
hans og skála við hann í rússnesku koníaki. Á ferðum okkar lærði ég að skála
á íslenzka vísu, en Islendingar hafa sitt lag á því. Þeir segja skál, en ekki skál.
Þá lékk ég einnig að vita, hvað hestaskál væri. Það er svipað og menn fengu sér
fyrrum einn lítinn áður en þeir stigu upp í léttikerru og létu dynja út á þjóð-
veginn.
Nú var haldið til sr. Benjamíns Kristjánssonar, höfundar Vestur-íslenzkra ævi-
skráa. Það var ánægjuleg heimsókn á hinu yndislega heimili þeirra hjónanna, og
kaffiveitingarnar voru eins og þær gerast beztar á Islandi.
Sr. Benjamín hefur látið af umsvifamiklu prestsstarfi norður í Eyjafirði, hann
hefur víða farið um dagana og er hinn skemmtilegasti maður. Bókasafn hans er
hið nresta í einkaeign, sem ég hef nokkum tíma séð. Að síkilnaði gaf hann mér
æviskrárnar fyrméfndu áletraðar.
Við fórunt ]x;ssu næst til listasafns Ásmundar Svein^sonar. Hittist svo vel á,