Andvari - 01.01.1972, Síða 132
HELGI SÆMUNDSSON:
íslenzk ljóðlist 1969—1971
i
Mikil tíSindi eru af sagnaskáldskap Islendinga síðustu áratugi, en ljóðagerðin
setur iþó sennilega enn mestan svip á íslenzkar bókmenntir. Kennir þess ef til vill,
að auðveldara muni að yrkja kvæði í tómstundum en rita sögur. Urslitum ræður
samt, að Islendingar halda áfram að túlka skoðanir sínar og tilfinningar í ljóði
eins og þeim hefur verið gjarnt alla tíð frá því að landið fannst og byggðist. Ljóð-
list er órofinn þráður íslenzkra bókmennta frá upphafi 'iil okkar daga. Hér skal
ekki leitazt við að gera upp á milli íslenzkra bókmenntagreina um þessar mundir,
en aðeins bent á, hver er staða ljóðsins. Það heldur sannarlega velli og endur-
nýjast eins og laufskrúð á fornu tré.
Hér verður fjallað um helztu íslenzku Ijóðabækur frá árunum 1969—1971.
Sameiginlegt heildareinkenni þeirra kemur varla í leitirnar. Skáldin eru ólík og
vinnubrögð þeirra misjöfn. Miklar deilur urðu urn nýjungar í í'slenzkri Ijóðagerð
upp úr seinni heimsstyrjöldinni. Þeirra gætir naumast lengur. Brey'tingarnar voru
um margt heillavænlegar og leiddu engan veginn til byltingar eins og sumir ótt-
uðust, heldur farsællar þróunar, sem var fagnaðarefni. Af þeirn hlutust ekki
háskaleg kynslóðaskipti, svo að djúp yrði staðfest milli gamalla skálda og ungra.
Fornri hefð var eigi raskað, þó að nýir siðir kæmu til sögunnar. Ljóðagerðin
1969—1971 sýnir, að deilurnar fyrrum voru fjarri lagi. Auðvitað breytist ljóð-
lormið, en alls ekki með þeim hætti, sem spáð var til að hneykslast á. Þess eru
dænri, að eklri skáld og jafnvel gömul yrki órímað, en hitt telst einnig algengt,
að ung skáld haldi tryggð við forna bragheíð. Slíkar aðferðir hafa mikil áhrif á
vinnubrögð Ijóðasmiðanna, en miklu síður á skáldskapinn. Árangurinn fer ekki
nema að litlu leyti eftir slíku. Flann lýtur æðra lögmáli.
Ljóðabókunum, sem hér verður fjallað um, er nokkurn veginn raðað til um-
sagnar eins og þær kornu út. Skal fyrst rætt um bækur skálda, er áður höfðu
kvatt sér hljóðs, en síðan nýliða. Fjarri fer, að allar ljóðabækur þessara ára verði
taldar, en reynt mun að meta einkum þær, sem forvi'tnilegar geti talizt.