Andvari - 01.01.1972, Page 154
152
HELGI SÆMUNDSSON
ANDVARI
Vkkur var ást mín gefin
al'lt sem að 'höndum lier.
Þið leggið augu mín a'ftur
þegar dfsta Iffsstundin þver.
Niðdimm er nóttin komin
og nemur brott sérhvert hljóð.
Þið sófið: á sæng ykkar breiði
ég sumar og stjörnur og Ijóð.
Líkast Hannesi Péturssyni er þó kannski Ijóðið „Að Saurhæ á Hvalfjarðar-
strönd“:
Með bik mitt og efa, há'l'fvolgu skoðun
liugsjónaslitur, óljósu boðun
kem ég til þín, að lágu leiði.
I lér lyft'st önd þín í vonbjart heiði.
Þú namst þau orð sem englarnir sungu.
Þú ortir á máli sem brann á tungu.
Óbtinn fangstaðar á þér missti.
Alnánd: þú gékkst við bliðina á Kristi.
Þessi hugsun er ekki þxöng, og iþetta er dýrlegur skáldskapur. Hér er engu
líkara en nýju víni sé skenkt á fornan og mikinn bikar.
IX
Er þá komið að nýliðunum og hlut þcirra.
Kvenþjóðin á marga athyglisverða fulltrúa á íslenzka skáldaþinginu. S'teinunn
Sigurðardóttir kvaddi sér hljóðs þar með Sífellum (1969) og virðist ekki af haki
dottin, því að hún bætti við nýrri Ijóðahók 1971, Þar og pd. Þetta er ung skáld1-
kona, hugkvæm og jafnvel1 óstýrilát, en hljóðfærið lýtur ekki alls kqstar vilja
hennar. Manni finnst eins oghún hotni varla sum kvæðin, þau haga sér líkt og
vindurinn, sem enginn veit hvaðan kemur eða hvert fer. Hins vegar er tónn
Steinunnar sérstæður og nokkuð fallegur, en orðaval orkar tvímælis á stöku stað,
órírnuð Ijóð eru harla vandgerð, litlu má muna, hvort þau fljóta eða sökkva.
Seinni 'bókin er hinni fyrri naumast fremri. Steinunn má vara sig á því að láta
sér liggja of mikið á, en maður væntir mikils af henni.
Svona lftið 'ljóð er vissulega nærri lagi: