Andvari - 01.01.1972, Page 167
ANDVARI
ÍSLENZK LJÓÐLIST 1969—1971
165
í sumarnóttinni
og hún sagði:
„Huldumaður 'kysstu mig“
blærinn leið hjá
og ikyssti 'hana
hún opnaði augun aldrei framar
Hún hefur einnig iþetta fram að færa í ljóðinu „Gullhörpunni":
Sem barni var mér hún gefin
í draumi
af ökunnum smið
Það var meðan sólarlagið
kallaði enn á tár mín
og spor mín í sandinum voru lítil
Ég lók mér að öldunum
og að skýjunum
og að stjörnunum og framtiðinni
Strengi hennar snart ég aldrei
og snerti ekki enn
en þeir bærast sífellt í brjósti minu
Svona skáldskapur er sprottinn úr nænni kveneðli.
í skjóli háskans cr fyrsta ljóðahók Unnar Eiríksdóttur, en hún ber engan
hyrjandasvip, enda verk þroskaðrar skáldkonu. Unnur hefur tekið óhagganlega
afstöðu ’til vinnubragða og leysir þau af hendi með augljósri prýði. Nýi skáld-
skapurinn vinnur drjúgum á með bók eins og / skjóli háskcms. Megincinkenni
á aðferð Unnar Eiríksdóttur telst, hversu hún kann að byrja og enda kvæði. Ljóð
hennar verða iðuíega í ætt við lag eða málvcrk. Þau eru raunar ekki stór, en
einmitt þess vegna tekst Unni oft það, sem 5'| *r henni vakir. Efni kvæðanna er
tímabært og geðfellt. Stundum munar litlu, að Unnur fari að predika, en hún
spillir aldrei kvæði verulega með boðskap. Mörg ljóðin virðaát eins konar smá-
munir, en fyrr en varir stækka þau í meðförum, síga á, rísa og bníga samkvæmt
fögmáli. Þá minnir skáldskapur Llnnar kannski lielzt á dans.
Eins og dans, sem aðeins heyrist, er til dæmis „Næturvindar svala“: