Andvari - 01.01.1972, Page 169
andvahi
ÍSLENZIv LJÓÐLIST 1969—1971
167
Hyldýpi víns í glasi
liyliir að drukkna í
næturlangt
'hylur að kafa sorg og söknuð
næturlangt
undir morgun mynd þín
stígur 'lram skír úr móðu dma og trega
liönd mín krcppt urn gler.
Unnur Eiríksdó'ttir er nærfærið og liófsamt skáld, en heldur þó fast um gripi
sína. Kvæði eins og ,,Vornótt“ er víst smámunir, en —:
Raddirnar eru þagnaðar
dalalæða fetar grundirnar
lindin vakir og kliðar
nóttin er hvít
og við jöklahörn
getum ekki sofið.
Vel væri, ef við ættum sjóði af slíkum smámunum.
XII
Samfylgd þessari er lokið, en lesendum væri hollt og skylt að athuga hetur
margt aif því, sem hér er á bent. Gagnrýni kemur því aðeins að notum, að hún
veki áhuga á ljóðunum. Smekkvísir lesendur geta engum treyst í því efni betur
en sjálfum sér. Sjálfstætt mat á kvæðum og ljóðagerð leiðir til frjórrar nautnar.
Araskeiðið 1969—1971 var aðeins stuttur spölur. Samt telst hann sannarlega
þess virði að hafa verið farinn. Minnisstæðust verða mér að leiðarlbkum snjöll-
ustu ljóðin í bókum eldri skáldanna, Guðmundar Böðvai;ssonar, Hanrtesar Pét-
urssonar, Jóhannesar úr Kötlum og Þorgeirs Sveinbjarnarsonar. Ef til vil) hefur
þessa víðförla borið öllu hærra stundum áður, en hér nýtur skáldskapur þeirra
sm eins og forvitnileg tilbreyting í þekku landslagi. Kvæði þessi minna á rnjúkar
°g grænar hæðir grónar upp á 'brún.