Andvari - 01.01.1976, Qupperneq 101
ANDVAIU
UM UPPRUNA ÍSLENDINGASAGNA OG íSLENDINGAÞÁTTA
99
síðar, og eru eins konar viðbót við Islend-
ingasögur, svo sem Bolla þáttur Bollason-
ar og Stúfs Jpáttur, sem skoða má sem
viðbætur við Laxdælasögu. Einnig eru
kallaðir Islendingaþættir fáeinir þættir,
sem ofnir eru í Noregskonungasögur, þó
að þeir gerðust eftir Söguöld, en þeir koma
þjóðarsögu okkar lítiÖ við. Þannig gerðust
allar þær sögur, sem kallaðar hafa verið
Islendingasögur, tveimur eða þrernur öld-
um áður en þær voru ritaðar og einnig
þeir íslendingaþættir, er gerðust hér á
landi.
Þetta er svo einkennilegt og sérstakt,
að full ástæða er til að athuga, hvernig
getur á því staðið.
Þá er fyrst að athuga það, hvort ekki
séu einhverjar frásagnir í íslendingasög-
um þessum og Islendingaþáttum, sem
skýri þetta. Um það hefur sagnfræðing-
um orðið starsýnt á eitt, frásagnir um
kristnitökuna árið 1000 og undirbúning
hennar, og raunverulega hefur þeim orð-
ið svo starsýnt á þetta, að allt annað hefur
horfið fyrir því. Um undirbúning kristni-
tökunnar eru vissulega til nokkrir þættir,
og hefur a. m. k. einn þeirra verið talinn
með Islendingaþáttum, þáttur af Þorvaldi
víðförla, fyrsta kristniboðanum, sem sér-
stök og sjálfstæð frásögn er um. Þá eru
einnig til frásagnir um kristniboðið, sem
hafa einkenni Islendingaþátta, en eru
ofnir inn í sögur, sem ýmist hafa verið
taldar til íslendingasagna eða annarra
sagna, svo sem frásögn um sundkeppni
Kjartans Ólafssonar og Ólafs konungs
Tryggvasonar, sem ofinn er inn í Lax-
dælasögu, þáttur um Stefni Þorvaldsson,
sem er í Kristnisögu. Enn eru frásagnir
um kristniboð Þangbrands biskups og
loks um kristnitökuna á alþingi árið 1000,
og þær frásagnir eru þættir um íslenzka
atburði af sömu gerð og íslendingaþættir,
og er þátturinn um kristniboð Þang-
brands, sem að vísu er ekki Islendingur,
í Njálssögu og Kristnisögu, og svo er
einnig um þáttinn um kristnitökuna á
alþingi, en þar segir aðallega af íslending-
um. — Af þessu hefur sú ályktun verið
dregin, að raunverulega hafi trúarskiptin,
kristnitakan árið 1000, valdið þeirri breyt-
ingu í þjóðlífinu, að ekki varð lengur til
sams konar efni í íslendingasögur og Is-
lendingaþætti og áður. Þegar sú kynslóð,
sem fædd og alin var upp í heiðni, var
öll, urn 1030, varð svo mikill friður hér
á landi, að hún var sannkölluð Friðaröld.
Helzt gerðust ofurlitlir þættir um íslend-
inga við hirðir erlendra konunga og svo
smáfelld viðbót við þátt ísleifs Gissurar-
sonar hvíta, eftir að hann kom af kon-
ungsfundi og leitaði sér kvonfangs, þar
sem var Dalla Þorvaldsdóttir á Ásgeirsá,
og átti að synja honum kvonfangsins, en
hún bjargaði hamingju Islands með því
að sú synjun var að engu höfð.
En eru nokkur rök fyrir þessum skiln-
ingi? Jú, vissulega. Islendingar á 9. og
10. öld og fyrstu 30 árum 11. aldar fundu
og skildu söguefni í því, að nema og
byggja land, sem þeir litu svo á, að óbyggt
hefði verið áður, og við að stofna þjóð-
félag og þó einkum vegna árekstranna og
annarra erfiðleika, er það kostaði. Hins
vegar fundu þeir ekki eða skildu sögu-
efni í því að taka trú, sem enginn var í
bardaginn, hvað þá að fara í kirkju til að
hlusta á homilíur og helgra manna sögur,
slíkt var fyrir þá líkt og nútímamenn að
fara í leikhús, sem ekki er frá sagt nema
í auglýsingum í dagblöðum, sjónvarpi og
útvarpi. En hvernig geymdust þá Islend-
ingasögur og þættir í minni manna í tvær
til þrjár aldir eða meir? Áður en það er
til athugunar tekið, skal á það litið, hvort
þeir tóku upp að segja og semja aðrar
sögur eða héldu því við að segja þær.
Frá fyrstu öldum sögu okkar er talið,