Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1976, Side 109

Andvari - 01.01.1976, Side 109
ANDVABI UM UPPRUNA ÍSLENDINGASAGNA OG íSLENDINGAÞÁTTA 107 glöggum og sönnum minnisheimildum um landnám og þjóðfélagsstofnun og annað frá Söguöld síðar en um aldmótin 1100. En þeim hafi verið fært að gera þá söfnun þá með vandlegri skoðun og kunn- áttu við samanburð heimildanna. Einmitt þetta afreksverk hafa þeir unn- ið. Þá er aðeins cftir að færa rök fyrir því. Þau rök eru í samtímaheimildum. En þær heimildir eru svo fáorðar, að nútíma- sagnfræðingar hafa ekki tekið eftir þeim eða skilið þær, síðan Jón forseti lézt. Höf- undur þessarar ritgerðar tók ekki eftir þeim cða skildi þær fyrr en hann naut til þess aðstoðar Jóns og Bjarnar Sigfússonar fyrrverandi háskólabókavarðar. Aðalheimildin fyrir þessu er í ís’.end- ingabók Ara og er orðuð á þessa leið: „Gissur biskup var ástsælli af öllum landsmönnum en hver maður annarra, þeirra er vér vitim hér á landi hafa verið. Af ástsæld hans og tölum þeirra Sæmund- ar með umbráði Markúss lögsögumanns var það í lög leitt, að allir menn tö!du og virðu allt fé sitt og sóru, að rétt virt væri, hvort scm var í löndum eða í lausaaur- iim, og gerðu tíund af síðan. Það eru miklar jartegnir, hve hlýðnir landsmenn voru þeim manni, er hann kom því fram, að fé allt var virt með svardögum, það er á Islandi var, og landið sjálft og tíundir af gerðar og lög á lögð, að svo skal vera, meðan ísland er byggt. . . . En hann hafði áður látið telja búendur á landi hér, og voru þá í Austfirðinga- fjórðungi sjö hundruð heil, en í Rangæ- ingafjórðungi tíu, en í Breiðfirðingafjórð- ungi níu, en í Eyfirðingafjórðungi tólf, en ótaldir voru þeir, er eigi áttu þing- fararkaupi að gegna of allt ísland.“ Frá þessu er einnig sagt í Kristnisögu, en minna og færri orðum, og enn í Idungur- \'öku, og eru þar lítilsháttar viðbætur: „Þessir menn voru samtíða Gissuri bisk- upi: Sæmundur prestur í Odda, er bæði var forvitri og lærður allra manna bezt, annar Markús Skeggjason lögsögumaður, er var hinn mesti spekingur og skáld. Þeir báru ráð til samans og sóttu að ráði höfðingja, að það yrði lögtekið, að menn tíundaði fé sitt á hverjum misserum og allan lögvöxt fjár síns, svo sem á öSrum löndum er títt, þar er kristnir menn byggja. En með ráðleitni þeirra og for- tölum spaklegum urðu þau málalok, að menn gengu undir tíundargjaldið, og skyldi síðan skipta í fjóra staði, cinn hlut til handa biskupi, annan til kirkna, þriðja hlut skyldi hafa kennimenn, cn fjórða hlut fátækir, og hefir eigi annar slíkur grundvöllur verið auðráða og hæginda í Skálholti sem tíundargjaldið, það er til lagðist þá fyrir vinsæld og skörungskap Gissurar biskups.“ Hér er raunverulega engu við bætt það, er Ari segir, nema því, að fyrir þessu hafi verið erlendar fyrirmyndir, sem er að nokkru til skilningsauka, og að tíund- argjaldið hafi verið til auðráða og hæg- inda í Skálholti, en þar koma fram kirkju- leg sjónarmiði, sem fremur leiða afvega en til skilnings á því, sem frá er sagt. Þegar gera skal grein fyrir þessum heimildum, ber fyrst að afsaka það, hve stuttorðar þær eru og að ýmsu leyti ó- glöggar og jafnvel villandi. Þá er þess og að geta, að þær eru frá þeim tíma, sem minnstar heimildir eru um í sögu okkar, og þó frá þeim árum, sem einna mest tíðindi gerðust í þeirri sögu, Frá þessum tíma er frásögn Ara nærri því eina frá- sögnin, því að líklega er frásögn Hungur- vöku endursögn hennar með dálítið breyttum orðum til þess að láta kirkjuleg sjónarmið korna skýrar fram. En Islend- ingabók Ara er af eðlilegum ástæðum fá- orð um þessa atburði sem aðra, því að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.