Andvari - 01.01.1996, Page 7
Frá ritstjóra
Á þessu ári var kjörinn fimmti forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson al-
þingismaður, og tók hann við embætti 1. ágúst. Aðdragandi þessa forseta-
kjörs var alllangur og sögulegur. Hinn 1. október í fyrra lýsti Vigdís Finn-
bogadóttir forseti því yfir að hún myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í
fjórða sinn og var því ljóst að farsælum ferli hennar myndi ljúka að liðnum
sextán árum í embætti. Hófust þá þegar bollaleggingar um hugsanlegan
eftimann hennar og voru ótrúlega margir nefndir til. Sú umræða bar þess
vott að býsna óljósar hugmyndir um forsetaembættið og eðli þess voru
uppi og þá um leið hvaða kröfur ætti að gera til þess einstaklings sem
gegndi því. Virtist jafnvel sem sumir teldu að falleg og alþýðleg framkoma,
færni í útlendum tungumálum og hófsemi í háttum nægði til að gera mann
fullfæran um að sinna þessari æðstu stöðu lýðveldisins.
Embætti forseta íslands varð til þegar ákveðið var að slíta konungs-
sambandi við Danmörku og stofna lýðveldi. Þótt sambandsslitin hefðu þá
lengi verið ráðgerð gáfu menn sér lítinn tíma til að ræða og endurskoða þá
stjórnarskrá sem Danakonungur „gaf“ íslendingum 1874. Endurskoðun
hennar hefur reyndar aldrei komist á verulegan rekspöl, þrátt fyrir nokkrar
atrennur. Við lýðveldisstofnun var látið við það sitja að setja inn í stjórnar-
skrána forseta í stað konungs þar sem fjallað var um stjórnskipunarhlut-
verk þjóðhöfðingjans. En þá var þingræðið löngu orðið fast í sessi, öll raun-
veruleg völd höfðu verið tekin af Danakonungi og öðrum erfðaþjóðhöfð-
ingjum en formið eitt eftir. Hlaut því að vakna sú spurning hvort forseti
Islands, sem staðgengill konungs, hefði alls engu pólitísku hlutverki að
gegna. Embætti hans væri þá einungis „táknræn tignarstaða“ eins og það
hefur verið orðað - eða „toppfígúra“ eins og stundum er sagt í daglegu tali.
Af ýmsum orðræðum manna fyrr og síðar mætti ráða að svona sé þessu
varið. En - í meðförum þingsins á stjórnarskránni við lýðveldisstofnun var
gerð breyting á stöðu forsetans. Hún gengur skýrlega gegn þeirri hugmynd
að stjórnskipunarhlutverk forseta sé formið eitt. Það var sem sé horfið frá
því að hann yrði þingkjörinn, eins og í upphafi var ætlað, og í þess stað
ákveðið að forseti skyldi kjörinn beinni kosningu af öllum atkvæðisbærum
mönnum í landinu.