Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1996, Page 16

Andvari - 01.01.1996, Page 16
14 EINAR ÓLAFSSON ANDVARI Námsár Að Ölvisholti barst blaðið Ingólfur, sem var málgagn þeirra sem lengst vildu ganga í sjálfstæðisbaráttunni, en stundum sást Lögrétta. Brynjólfur var strax sem barn gallharður sjálfstæðismaður í þeirrar tíðar merkingu, en þá skiptu leiðir sjálfstæðisbaráttunnar mönnum í stjórnmálafylkingar. Þannig lá pólitíska landið þegar Brynjólfur kom til Reykjavíkur árið 1913. Þó var í þann veginn að verða breyting á, enda var þróun íslensks auðvalds mjög ör á þessum árum. Pegar Brynjólfur kom í Menntaskólann varð hann heimagangur á heimili Hendriks Ottóssonar, en faðir hans, Ottó N. Þorláksson, var í forystusveit reykvískra verkamanna. I afmælisgrein um Hendrik sex- tugan skrifaði Brynjólfur: „Við vorum bekkjarbræður í Menntaskól- anum í þrjá vetur. Ég var þá sveitadrengur og allur áhugi minn á stjórnmálum var bundinn við sjálfstæðisbaráttuna við Dani. Hendrik benti mér á að til væri önnur hugsjón, ennþá stærri í sniðum, og reyndi að útskýra fyrir mér tengslin milli sjálfstæðisbaráttunnar og frelsisbaráttu verkalýðsins.“4 Eftir að stríðið hófst skerptust stéttaandstæður. Verðlag hækkaði gífurlega en kaup verkafólks og sjómanna stóð í stað. Haustið 1915 hreyfði Ottó N. Þorláksson því innan Verkamannafélagsins Dags- brúnar að tímabært væri að stofna heildarsamtök verkalýðsins. Hug- myndinni var vel tekið í verkalýðshreyfingunni og var Ottó skipaður í undirbúningsnefnd ásamt Ólafi Friðrikssyni og Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Ólafur var þá nýkominn frá Akureyri þar sem hann hafði fyrr á árinu stofnað fyrsta jafnaðarmannafélag á íslandi, en það varð skammlíft. Alþýðusambandið var stofnað í mars 1916 og var jafn- framt stjórnmálaflokkur, Alþýðuflokkurinn. Ottó varð fyrsti forseti þess þar til um haustið að Jón Baldvinsson tók við á fyrsta þingi þess. Vorið 1916 urðu hörðustu stéttaátök fram til þess tíma, þegar hásetar fóru í tveggja vikna verkfall. „Ég var af alþýðufólki kominn,“ sagði Brynjólfur, „og fékk strax áhuga á þessari hreyfingu.“ Þar eð Alþýðusambandið var í senn samband verkalýðsfélaga og pólitískur flokkur, þótti þörf á að stofna stjórnmálafélag innan þess og í mars 1917 var Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur stofnað. Fyrsti fundur til að undirbúa stofnun þess var haldinn á heimili Ottós N. Þorlákssonar og Hendrik sonur hans var valinn í fyrstu stjórn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.