Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1996, Page 20

Andvari - 01.01.1996, Page 20
18 EINAR ÓLAFSSON ANDVARI honum. Hendrik fann nú það ráð að leita hjá honum skýringa á þess- ari þverstæðu. Borgbjerg tók þessu með ró, kallaði Liebknecht ófrið- arsegg sem gott hefði verið að losna við. Hendrik kom engu orði upp, kvaddi og flýtti sér niður á Garð til að segja Brynjólfi tíðindin. „Þennan dag skildu leiðir mínar við sosialdemokrata,“ sagði Hendrik. Brynjólfur reyndi að afla sér fræðslu um sósíalismann og marxísk fræði og hallaðist að málstað kommúnista. Til að byrja með var það helst í blaði syndikalista, Solidaritet, sem hann gat séð eitthvert ann- að sjónarmið en hið andkommúníska. Honum tókst að hafa upp á tímaritinu Zimmerwald, en í því birtist ritgerð Leníns um hrun Ann- ars alþjóðasambandsins. Hálfri öld síðar sagðist hann í fyrrgreindri ræðu um Lenín enga stjórnmálagrein hafa lesið sem hafði öllu dýpri áhrif á hann. „Ég sá samtímann, en þó einkum hina sósíalísku al- þjóðahreyfingu, í nýju ljósi eftir lestur hennar.“ En ekki hafði hann í fyrstu í neinn félagsskap kommúnista að venda. Það bar mjög lítið á kommúnískri hreyfingu í Danmörku þegar Brynjólfur kom þangað. Meðal verkamanna voru syndikalistar áhrifameiri en flestir fylgdu sósíaldemókrötum sem þá voru orðnir stærsti flokkurinn á þingi. Brynjólfur vissi aðeins um tvo aðra kommúnista á Garði á þessum tíma, Aage Jensen, sem las bókmenntir en dó ungur, og Kaj Barr, síðar prófessor við Kaupmannahafnarháskóla. Þeir komu oft til Brynjólfs, einkum Aage. Þarna í herbergi Brynjólfs stofnuðu þeir svo fyrsta kommúníska stúdentafélagið í Danmörku og urðu sumir félagar þess síðar forystumenn í hreyfingu kommúnista og róttækra manna í Danmörku. Hendrik Ottósson var í Kaupmannahöfn veturinn 1918-19 en fór heim um vorið. Um haustið varð hann blaðamaður við Alþýðublað- ið, sem Alþýðusambandið fór þá að gefa út undir ritstjórn Ólafs Friðrikssonar. Snemma árs 1920 fékk hann símskeyti frá sænskum vinstrisósíalista sem hann hafði komist í kynni við, Frederik Ström ríkisþingmanni í Stokkhólmi, þess efnis að honum væri boðið að sitja annað heimsþing Alþjóðasambands kommúnista sem átti að hefjast 19. júlí í Pétursborg. Skyldi hann koma sér sem allra fyrst til Stokk- hólms, en þar yrði honum greidd förin áfram. Hann bar þetta undir Jón Baldvinsson, forseta Alþýðusambandsins, sem kvað hann frjáls- an ferða sinna flokksins vegna. Hefur Hendrik lýst þessari ferð sem var bæði krókótt, löng og ströng.7 Hann tók sér fyrst far með togara
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.