Andvari - 01.01.1996, Page 21
andvari
BRYNJÓLFUR BJARNASON
19
til Hull, þaðan með lest til Lundúna, svo með skipi til Esbjerg og
áfram með lest til Kaupmannahafnar. Þegar þangað kom skundaði
hann upp á Garð til að hitta skólabræður sína sem þar bjuggu. Ár-
sæll Sigurðsson var þá í Kaupmannahöfn. Hvergi hef ég séð hvort
Brynjólfi hafi líka verið boðið á þingið en Hendrik segir að hann hafi
farið ásamt Brynjólfi og Ársæli á fund Ólafs Friðrikssonar, sem var
þá á hóteli í Kaupmannahöfn á heimleið frá Bretlandi í erindum Al-
þýðuflokksins. Þeir skýrðu honum frá ferðalagi Hendriks og þótti
honum sjálfsagt að Brynjólfur færi með ef þess væri nokkur kostur.8
Alþjóðasamband kommúnista, Þriðja alþjóðasambandið eða
Komintern, eins og það hefur líka verið kallað, var stofnað í Moskvu
í mars 1919. Aðstæður höguðu því svo að stofnþingið bar brátt að.
Borgarastyrjöldin, sem þá geisaði enn í Rússlandi með þátttöku
niargra erlendra ríkja, hamlaði för erlendra fulltrúa svo að það var
næsta tilviljanakennt hverjir komust á stofnþingið. Þetta annað
heimsþing, sem nú stóð fyrir dyrum, var því framhaldsstofnfundur og
1 raun hið eiginlega stofnþing sambandsins. Með því skyldi komið
formi á þá kommúnísku heimshreyfingu, sem hafði verið í mótun
síðan 1914, og Brynjólfur og Hendrik og félagar þeirra, Ársæll og Ól-
afur Friðriksson og kannski örfáir aðrir íslendingar, áttu nú allt í
einu hlut að.
Þótt heldur hafi dregið úr ófriðnum frá því sem var árið áður var
enn býsna flókið að komast yfir landamærin til Rússlands. Fyrst
þurftu þeir félagar að fara til Stokkhólms til fundar við Ström, sem
utvegaði þeim skilríki sem stimpluð voru á léreftsræmu og saumuð
lnn í jakkakragann. Þaðan fóru þeir aftur til Kaupmannahafnar og
fengu vegabréfsáritun hjá norska ræðismanninum, sem gilti til ferða
um Noreg en þó ekki norður fyrir Þrændalög. Síðan lá leiðin til
Oslóar þar sem þeir hittu einn helsta forystumann norska Verka-
mannaflokksins á þessum árum, Martin Tranmæl, en flokkurinn
studdi þá rússnesku byltinguna og átti fulltrúa á fyrstu heimsþingum
Kominterns.
Þeir fóru svo með lest til Þrándheims og þaðan með strandferða-
skipi til Vardö við Barentshaf, en þar hafði Þriðja alþjóðasambandið
Þrjá vélbáta í förum til Murmansk. Þar hittu þeir fulltrúa Verka-
^annaflokksins og eftir nokkurra daga bið sigldu þeir áfram á laun
asamt nokkrum öðrum farþegum til Murmansk. Breska herliðið
hafði þá nýlega verið hrakið þaðan. Og nú tók við ákaflega hæg lest-