Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Síða 24

Andvari - 01.01.1996, Síða 24
22 EINAR ÓLAFSSON ANDVARI erfitt að halda áfram námi þegar Garðsárin fjögur væru liðin, enda reyndist svo vera. Vorið 1920 tók hann próf í fyrsta hlutanum, eðlis- fræði og efnafræði. Næsti áfangi voru aukafög, dýrafræði og jurta- fræði, en jafnframt fór hann að lesa sérgreinina sem hann hafði valið, lífeðlisfræði. En um veturinn 1921-22 fór hann að kenna slappleika og varð fárveikur undir vorið. Kom í ljós að hann var með lungna- berkla. Næstu níu mánuðum eyddi hann á spítala og heilsuhæli og var reyndar ekki búinn að ná sér fyrr en að ári liðnu, en náði þó loks góðum bata. En þegar hann kom út af hælinu snemma árs 1923 var Garðvistin liðin. Hann stóð því uppi slyppur og snauður og próflaus og vissi ekki hvað hann ætti af sér að gera. Meðal íslenskra stúdenta sem komu til Kaupmannahafnar haustið 1921 voru Einar Olgeirsson og Stefán Pjetursson, síðar þjóðskjala- vörður. Þeir voru áhugasamir um þjóðfélagsmál og róttækir og þá um vorið hafði komið út bók eftir Stefán um byltinguna í Rússlandi. Þeir félagarnir voru báðir auralitlir. Þá var verðbólgan byrjuð í Þýskalandi, verð marksins féll stöðugt, og ljóst var að takmarkaðir aurar þeirra mundu nýtast betur þar. Þeir brugðu því á það ráð að flytja sig til Berlínar og halda áfram námi þar.11 Þeir skrifuðu Brynjólfi og hvöttu hann til að koma til Berlínar og fór hann að ráðum þeirra. í stað þess að halda áfram námi sínu í náttúrufræði sneri hann sér að þeim fræðum, sem hugur hans hneigðist til, og sótti tíma í heimspeki. Hann notaði tímann þó mest til sjálfsnáms og las mikið en tók engin próf. Að sögn Gísla Ás- mundssonar lagði hann einkum stund á heimspeki Kants.12 En fyrir ungan marxista var þjóðfélagsástandið í Þýskalandi í sjálfu sér á við heilan háskóla, þótt vart hafi sá skóli verið að öllu leyti ánægjulegur. Þegar Brynjólfur kom til Þýskalands var óðaverðbólgan í hámarki og á þessu ári fór atvinnuleysi vaxandi. Kaupmáttur verkafólks minnk- aði, hin sparneytna þýska millistétt missti eigur sínar en auðstéttin hagnaðist. Gamla keisaradæmið var hrunið, lýðveldið var í kreppu frá upphafi og sósíaldemókratar tóku að sér að bera ábyrgð á því og halda alþýðunni í skefjum. í janúar 1923 var Ruhr-héraðið hertekið og allt árið var mikill órói í landinu. í október var gerð uppreisn í Hamborg en herinn bældi hana niður og hrakti jafnframt frá völdum róttækar stjórnir í Saxlandi og Thuringen. Segja má að hin andvana fædda októberbylting ársins 1923 marki endalok þeirrar heimsbylt- ingar sem margir vonuðust til að fylgdi í kjölfar októberbyltingarinn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.