Andvari - 01.01.1996, Side 25
ANDVARI
BRYNJÓLFUR BJARNASON
23
ar 1917. En í byrjun nóvember voru annars konar uppreisnarmenn
brotnir á bak aftur í Miinchen. Þeim var hins vegar falin stjórn lands-
ins nokkrum árum seinna og köstuðu þá Weimarlýðveldinu á haug-
ana. „Ég hefði átt erfitt með að skilja hinn ótrúlega skjóta uppgang
nazista, ef ég hefði ekki dvalið í Þýskalandi örlagaárið 1923,“ sagði
Brynjólfur í viðtölum okkar, en Einar Olgeirsson hefur líka rifjað
upp þessa tíma í bók sinni Kraftaverk einnar kynslóðar.
Þeir Brynjólfur, Einar og Stefán fylgdust af áhuga með hverju
fram fór í Þýskalandi. Þeir höfðu eitthvert samband við þýska sam-
herja og að minnsta kosti Einar var í stúdentaliði kommúnista í há-
skólanum og Kommúnistaflokki Þýskalands gegnum það. Þeir fóru
°ft til Leipzig og heimsóttu íslendinga sem þar voru, þeirra á meðal
Arnfinn Jónsson, síðar skólastjóra, og Ársæl Sigurðsson, sem stund-
aði nám í málvísindum en fluttist fljótlega til Parísar. Þeir höfðu líka
náið samband við félaga sína heima. „Allt sem við kommúnistar
gerðum var í samráði við félaga okkar erlendis, þá Ársæl Sigurðsson,
Einar Olgeirsson og Stefán Pjetursson,“ sagði Hendrik Ottósson. Og
vorið 1923 fól Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur þeim að halda uppi
samskiptum við samherja erlendis.13
Á ýmsum sviðum urðu allmikil umskipti á íslandi meðan Brynjólf-
ur var erlendis. Styrjöldin hafði fært íslendingum góðæri með verð-
haekkun á afurðum og stóð það fram eftir árinu 1919. Ný fiskiskip
voru keypt, þar á meðal allmargir togarar, það varð eftirspurn eftir
vinnuafli og smám saman jókst kaupmáttur. Og verslunin blómgaðist
að sama skapi. Kaupfélögin fóru að þenjast út og mikil togstreita
varð milli samvinnumanna og kaupmanna. Pólitískar hugmyndir
skýrðust og flokkakerfið lagaðist að hinu nýja samfélagi. Kannski
hefur það skerpt andstæðurnar að 1920 kreppti aftur að, afurðaverð
féll og atvinnuleysi jókst. En réttindi verkafólks voru óbreytt og
kjörin ótrygg.
Á þessum árum skerptust líka andstæðurnar í Alþýðuflokknum
milli sósíaldemókratanna og hinna róttækari, sem hölluðust nær
kommúnisma, og höfðu þeir Ólafur Friðriksson og Hendrik Ottós-
son forystu fyrir þeim. í kjölfar hvíta stríðsins svokallaða eða drengs-
málsins í nóvember 1921 náði vinstri armurinn meirihluta í Jafnaðar-
mannafélagi Reykjavíkur snemma árs 1922. Eflaust hafa fréttir af
þessu verið sendar til Moskvu, því að um sumarið barst stjórn fé-
*agsins boð um að senda fulltrúa á fjórða heimsþingið, en áður höfðu