Andvari - 01.01.1996, Page 27
andvari
BRYNJÓLFUR BJARNASON
25
miklum tímamótum, sem krefjast djúptækrar endurskoðunar allra
mannlegra hugmynda.“ Stórstígar framfarir í náttúruvísindum skapa
þeim mikinn vanda og „er því mikil nauðsyn að staldra við, skyggn-
ast um og kanna grundvöllinn, sem þekking vor er reist á.“ Eg held
það sé miklu meira samhengi milli pólitísks starfs Brynjólfs og heim-
speki hans en mörgum getur virst í fljótu bragði. Brynjólfur hefur
vitnað til framangreindra orða Marx og kvaðst reyndar sjálfur hafa
komist að þessari niðurstöðu áður en hann las þau, og hann hefði
líka velt fyrir sér rökunum fyrir því, hvers vegna manni beri að taka
þessa afstöðu til lífsins, að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir
betri heimi, en hann hafi ekki orðað þau né gert grein fyrir þeim í
heimspekiritum fyrr en mörgum áratugum seinna. Það má kannski
segja, að það hafi ekki þurft miklar heimspekUegar pælingar til að
taka þá afstöðu sem Brynjólfur tók. Þótt allmikil pólitísk umskipti
yrðu á íslandi á þeim tæpu sex árum sem hann var erlendis, varð
honum þó meira um það sem óbreytt var: sár fátækt, langur vinnu-
tími og vinnuþrælkun ef nokkra vinnu var að fá, engar tryggingar,
aðeins sveitarstyrkur á grundvelli næsta miðaldalegra fátækralaga.
En margir hafa þó horft upp á slíkt án þess að skipta sér af. Auðvit-
að hefur Brynjólfur ekki þurft skýra röksemdafærslu til að taka þátt í
baráttunni. „í björgun úr lífsháska spyrja menn ekki um dýpri rök,“
sagði hann í fyrrgreindu svari sínu við spurningu um lífsskoðun. „I
sjávarháska byrja menn ekki á því að velta því fyrir sér, hvort líf
þeirra manna, sem eru að farast, sé í rauninni nokkurs virði, og hvort
það svari kostnaði að bjarga sér og öðrum, þegar öllu er á botninn
hvolft. . . . En jafnskjótt og vér fáum tóm til að hugsa um tilgang at-
hafna vorra frá öðru sjónarmiði en sjálfrar björgunarinnar, það er að
Se&ja, tilgang þess lífs, sem vér erum að bjarga, duga þessar for-
sendur ekki lengur. Og það er einmitt þetta, sem er að gerast í þeim
hluta veraldar, er nú um sinn hefur verið í fararbroddi mannkynsins í
andlegum efnum. Þetta er sjálfur stofn þeirrar andlegu kreppu, sem
nú þjakar mannkynið og tekur jafnt til trúarbragða, heimspeki, sið-
gæðishugmynda, lista og bókmennta.“
Pólitísk þátttaka Brynjólfs var í röklegu samhengi við lífsafstöðu
hans þótt hann þyrfti í sjálfu sér ekki að spyrja um hin dýpri rök fyrir
henni. í svari sínu við spurningu um lífsskoðun sagðist hann snemma
hafa komist að þeirri niðurstöðu, að auðvaldsþjóðfélagið væri ekki
mönnum sæmandi. Með kynnum sínum af marxismanum kvaðst