Andvari - 01.01.1996, Page 39
andvari
BRYNJÓLFUR BJARNASON
37
ríkja yfir endurminningunni um þær heimsóknir. Það var allt öðru
vísi að koma til Einars. Á honum mæddi puðið, og hann var alltaf í
símanum, talandi í allar áttir, þegar hann var heima. Hann mátti ekk-
ert vera að því að vera skemmtilegur. Hann var alltaf að moka,
þjappa og hlúa að ef uppblástur virtist vera kominn í hreyfinguna.
Brynjólfur þurfti aldrei að sinna þessu. Honum komu atkvæðatölur
ekkert við, að því er virtist. Pólitíkin var honum heilög köllun og
barátta fyrir sannfæringu. Fylgið átti að helgast af málstaðnum.“ Jón-
as talar svo um Áka Jakobsson, sem var ásamt Brynjólfi ráðherra í
þýsköpunarstjórninni. Jónas segist hafa fundið mikinn kulda milli
Áka og Brynjólfs þegar hann kom í þingflokkinn 1949 og taldi Brynj-
ólf hafa tortryggt Áka af því að hann var kominn á kaf í brask. En
Áki var dreifbýlisþingmaður, sem gerði greinarmun á kapítalista í
Reykjavík og atvinnurekendum úti á landi, sem stæðu sjálfir í slorinu
uppí klof við hlið fólksins. Jónasi líkaði stefnufesta Brynjólfs vel og
hann sagði: „Aðalástæða þess að ferill Sósíalistaflokksins, og síðan
Alþýðubandalagsins, varð jafn glæsilegur og raun ber vitni er einmitt
su samkvæmni sem ríkti hjá hinum gömlu forystumönnum, milli þess
sem þeir boðuðu og þeirra sjálfra. Einar Olgeirsson, Brynjólfur
Bjarnason og Sigfús Sigurhjartarson, þetta voru menn sem lifðu lífi
sínu í samræmi við sína sósíalísku sannfæringu. Það sama má segja
um hina gömlu foringja verkalýðsins eins og Sigurð Guðnason, Eð-
yarð Sigurðsson og fleiri. Það sópaðist ekki alltaf að þessum mönn-
um fylgi, en þeir höfðu tiltrú þess fólks sem máli skipti.“ En Jónasi
finnst það líka stór spurning „hvor sé þarfari, að því er varðar kjör
þessarar þjóðar, sá sem situr fastur á prinsípunum suður í Reykjavík
eða hinn sem er úti á landsbyggðinni og á sjaldnast annars völ en
standa í samningamakki við kapítalista.“
„Einar Olgeirsson var helsti hvatamaður og höfundur samfylking-
annnar,“ segir Jónas Árnason. „Brynjólfur Bjarnason var alltaf að
vara við þeim hættum sem hún fól í sér.“ Brynjólfur var kannski ekki
mmni samfylkingarmaður. Magnús S. Magnússon kemst að kjarna
malsins í ritgerð sinni um samfylkingarstefnu Sósíalistaflokksins:
’Æins og sjá má af ræðum Brynjólfs Bjarnasonar (Með storminn í
fangið II) í tíð Sósíalistaflokksins er líkast því sem hann hafi til
emskis reynt að gera félögum sínum ljósan muninn milli flokks og
samfylkingar, heldur hafi dýpri kenndir og þankagangur flestra ann-
ari'a flokksfélaga virkað sem eyrnatappar gegn hrakspám Brynj-