Andvari - 01.01.1996, Page 43
andvari
BRYNJÓLFUR BJARNASON
41
flokksins (þ.e. Sjálfstæðisflokksins), Framsóknarflokksins og Al-
þýðuflokksins til að kúga og undiroka íslenska alþýðu eftir breskri
kokkabók. Sú stjórn varð þó ekki til fyrr en hálfu fjórða ári seinna,
vorið 1939. Þessari afstöðu hélt Brynjólfur einnig fram í ræðu á
heimsþinginu um sumarið.29
Nú sendu kommúnistar hvert samfylkingartilboðið af öðru til Al-
þýðusambandsins og Alþýðuflokksins en fengu yfirleitt engin svör.
Alþingiskosningar voru 20. júní 1937. Þó að Kommúnistaflokkurinn
byði ekki fram í öllum kjördæmum fékk hann 8,5% atkvæða en í
kaupstöðum var fylgið 15% að meðaltali. Einar Olgeirsson hlaut
kosningu í Reykjavík en Brynjólfur og ísleifur Högnason komust að
sem uppbótarþingmenn með honum. Nú var þungi samfylkingarinn-
ar orðinn slíkur að formaður Dagsbrúnar og varaformaður Alþýðu-
flokksins, Héðinn Valdimarsson, bar upp tillögu á Dagsbrúnarfundi
15. júlí þar sem verkalýðsflokkarnir voru hvattir til að ganga þegar til
samninga um tafarlausa sameiningu. Þessi tillaga Héðins var í and-
stöðu við forystu flokksins en þó skipuðu báðir flokkarnir viðræðu-
nefndir. Samningaferlið verður ekki rakið nánar hér, nema hvað við-
ræður milli flokkanna fóru út um þúfur en vinstri menn í Alþýðu-
flokknum undir forystu Héðins og Sigfúsar Sigurhjartarsonar vildu
halda þeim til streitu. Eftir klofning Alþýðuflokksins var Sameining-
arflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn stofnaður á stofnþingi 24.-
27. október 1938. Héðinn var kjörinn formaður hins nýja flokks en
Brynjólfur formaður miðstjórnar og flokksstjórnar og varamenn
þeirra voru Sigfús og Einar. Með Héðni urðu þingmenn hins nýja
flokks fjórir.
Útskúfun og sigrar
Hinn 17. apríl 1939 mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknar-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn þjóðstjórnina sem svo var kölluð.
Árið áður urðu þeir atburðir í Evrópu að Þjóðverjar innlimuðu Austur-
fíki í mars og bjuggust til innrásar í Tékkóslóvakíu um haustið, en til
að koma í veg fyrir það hlutaðist Chamberlain forsætisráðherra
flreta til um það að Tékkum fornspurðum að þeir létu Þjóðverjum
eftir Súdetahéruðin. Morgunblaðið prísaði Chamberlain mjög fyrir