Andvari - 01.01.1996, Síða 50
48
EINAR ÓLAFSSON
ANDVARI
söfnuðu íslendingar miklum innistæðum í erlendum bönkum. Sósíal-
istar óttuðust að þeim yrði sóað í brask eftir stríðslok og Einar Ol-
geirsson fór að móta hugmyndir um hvernig mætti nýta þær alþýð-
unni til gagns. Þessar hugmyndir lagði hann fyrir miðstjórn Sósíal-
istaflokksins 30. mars 1944 og varð alger eining um að vinna að
framkvæmd þeirra. Og um sumarið var farið að kynna þær í Þjóðvilj-
anum. Einar setti þær svo fram á Alþingi 11. september. Við undir-
búning lýðveldisstofnunarinnar höfðu sósíalistar átt ágætt samstarf
við Sjálfstæðisflokkinn og hafði myndast gott samband milli Einars
Olgeirssonar og Ólafs Thors. Ólafur tók vel í nýsköpunarhugmyndir
Einars enda féllu þær ágætlega að hagsmunum þess hluta borgara-
stéttarinnar sem Ólafur var fulltrúi fyrir. Alþýðuflokkurinn kom svo
inn í myndina og 21. október 1944 hóf ríkisstjórn þessara þriggja
flokka störf undir forsæti Ólafs Thors, sú stjórn sem hefur verið köll-
uð nýsköpunarstjórnin. Þetta stjórnarsamstarf við sósíalista virðist
hafa verið mörgum erfiður biti að kyngja. í miðstjórn Alþýðuflokks-
ins var það samþykkt með eins atkvæðis meirihluta og hjásetu for-
mannsins, Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem hafnaði ráðherrastóli,
og Ólafur Thors þurfti að lempa ýmsa félaga sína til en fimm þing-
menn Sjálfstæðisflokksins fengust ekki til að styðja stjórnina.
Það var svo sem ekkert kapphlaup í ráðherrastólana hjá sósíalist-
um. Einar þvertók fyrir að verða ráðherra. Honum var meira í mun
að taka sæti í nýbyggingarráði, en því var ætlað að hafa umsjón með
nýsköpuninni. Aki Jakobsson var valinn út af reynslu hans sem bæj-
arstjóri á Siglufirði og varð hann atvinnumálaráðherra. Að sögn Ein-
ars var Brynjólfur hreint ekki áfram um að verða ráðherra en lét til-
leiðast. „Það var mikilsvert,“ sagði hann, „að Brynjólfur Bjarnason
skyldi eiga sæti í stjórninni. Samvinna hans og Ólafs var allan tímann
sérstaklega góð og bjargaði oft og einatt, ekki hvað síst þegar
árekstrar urðu út af vinnudeilum, því að Brynjólfur var framúrskar-
andi samningamaður. Þeir áttu kímnigáfuna báðir og vinátta þeirra
hélst næstu ár, einnig eftir að kalda stríðið var skollið á.“34 En trúlega
hefur það gert samskipti sósíalista við Ólaf og hans félaga auðveld-
ari, að samstarf þeirra snerist fyrst og fremst um eitt verkefni, sem
báðir aðilar höfðu mikinn áhuga á að tækist að framkvæma. Þess
vegna hafði Ólafur, eftir því sem Brynjólfur sagði, enga bakþanka
um að koma þeim á kné. Hinn ráðherra sjálfstæðismanna var Pétur