Andvari - 01.01.1996, Page 51
andvari
BRYNJÓLFUR BJARNASON
49
Nysköpunarstjórnin á ríkisráðsfundi. Frá vinstri: Emil Jónsson, Finnur Jónsson, Ól-
afur Thors, Sveinn Björnsson forseti, Pétur Magnússon, Áki Jakobsson og Brynjólf-
111 Bjarnason. Vigfús Einarsson ríkisráðsritari lengst til hœgri.
Magnússon, en hann hafði tekið að sér vörn sakborninga í dreifi-
bréfsmálinu svokallaða 1941, þegar félagar í Sósíalistaflokknum voru
handteknir og ákærðir fyrir að dreifa áróðri til hermanna vegna
vinnudeilu.
Einn megintilgangur sósíalista með aðild sinni að nýsköpnarstjórn-
nini var að tryggja fullveldi, hlutleysi og öryggi þjóðarinnar að styrj-
aldarlokum, en í því fólst að mati sósíalista að herverndarsamningur-
mn félli úr gildi og bandaríski herinn hyrfi á brott. Þegar forsætis-
ráðherra fór í september 1946 fram á heimild þingsins til samnings
Þar að lútandi, sem fól þó í sér að Bandaríkjastjórn skyldi áfram
heimilt að halda uppi starfsemi á Keflavíkurflugvelli með starfsliði
tækjum vegna herstjórnar sinnar í Þýskalandi, snerust sósíalistar
ondverðir gegn því, enda töldu þeir að það yrði ekkert annað en her-
stöð í raun. Þegar Alþingi samþykkti þessa heimild töldu sósíalistar
grundvöll stjórnarsamstarfsins brostinn, en féllust þó á að sitja í
stjórninni þar til ný stjórn yrði mynduð. Hins vegar töldu þeir, að