Andvari - 01.01.1996, Page 52
50
EINAR ÓLAFSSON
ANDVARI
með því að eiga sæti í ríkisstjórninni, þegar að þessu kom, hafi þeir
komið í veg fyrir samning um bandarískar herstöðvar til 99 ára, eins
og fast var sótt.
Annað helsta verkefni stjórnarinnar var nýsköpun atvinnuveganna
og það tókst að mestu eins og gert var ráð fyrir. Mesta áherslan var
lögð á stækkun fiskiskipaflotans og lét stjórnin smíða 32 togara og
mikinn fjölda fiskibáta. Ekki vildu einkaaðilar kaupa öll þessi skip
og því voru víða stofnaðar bæjarútgerðir. Afköst síldarverksmiðj-
anna nær tvöfölduðust og hraðfrystihús, niðursuðuverksmiðjur og
skipasmiðjur voru reistar. Til að koma þessari auknu framleiðslu á
markað fóru Einar Olgeirsson og Pétur Benediktsson til Austur-
Evrópu til að mynda stjórnmála- og verslunarsambönd. Þá voru 13
ný flutningaskip keypt og einnig var lagt fé til tækja í iðnaði og land-
búnaði.
Þriðja verkefnið var það sem Alþýðuflokkurinn gerði að skilyrði
fyrir stjórnarþátttöku sinni, en það var koma á almannatrygginga-
kerfi sem stæðist samjöfnuð við það sem gerðist í nálægum löndum. I
mars 1943 hafði verið skipuð milliþinganefnd samkvæmt þingsálykt-
un frá maí 1942 til að endurskoða tryggingalöggjöfina og var henni
nú falið að undirbúa þetta mál. Brynjólfur hafði átt sæti í þessari
nefnd, en vegna ráðherraembættis síns vék hann úr henni fyrir
Hauki Þorleifssyni. Nýju lögin voru samþykkt í maí 1946 og öðluðust
gildi í ársbyrjun 1947.35
Brynjólfur var menntamálaráðherra í þessari stjórn, en það var
nýmæli því að sérstakt menntamálaráðuneyti hafði ekki verið til fyrr.
Brýn þörf var að koma skipulagi á menntakerfið, því að það hafði
þróast mikið til skipulagslaust. Ekki var þó kveðið neitt á um það í
stjórnarsáttmálanum. í ræðu við hátíðahöld stúdenta 1. desember
1944 gerði Brynjólfur grein fyrir stefnu sinni í menntamálum. Það
gagnar ekki, sagði hann, að „ætla sér að eignast skip ef enginn kann
að sigla.“ Það þyrfti að efla tækni- og náttúrufræðimenntun, mennta
verkfræðinga, náttúrufræðinga, fiskifræðinga og efnafræðinga og
menn með sérþekkingu á hverskyns iðnaði, flugmenn og iðnlærða og
sérmenntaða verkamenn og þannig mætti lengi telja. En undirstaðan
væri hin almenna fræðsla. Milli þessarar stefnu og atvinnustefnunnar
er augljóst samhengi.
Undirbúningur að samræmingu skólakerfisins var þá hafinn fyrir
nokkru, því að sumarið 1941 hafði verið skipuð milliþinganefnd í því