Andvari - 01.01.1996, Page 57
ANDVARI
BRYNJÓLFUR BJARNASON
55
ina fyrir að hafa ekki efnt það sem um var samið. Hann ítrekaði í
þeirri ræðu þá skoðun sína, að þátttaka sósíalistaflokks í stjórn í auð-
valdssamfélagi væri aðeins gerleg í undantekningartilvikum, þegar
styrkleikahlutföllin væru slík að hægt væri að koma fram ákveðnum
málum sem hefðu mikla þýðingu fyrir framtíðina. Og kæmi flokkur-
inn ekki þessum málum fram ætti hann strax að fara úr stjórn. Land-
helgismálið tókst að afgreiða um sumarið en um haustið urðu hörð
átök í stjórninni þegar Hermann Jónasson forsætisráðherra óskaði
eftir að sett yrðu lög um frestun vísitöluhækkunar á laun 1. desem-
ber. Því var hafnað með skírskotun til andstöðu verkalýðshreyfingar-
innar. Á flokksstjórnarfundi Sósíalistaflokksins í byrjun desember
1958 voru samþykktar ýmsar kröfur, sem flokkurinn skyldi setja fram
við samninga um áframhaldandi stjórnarsamvinnu, meðal annars að
samþykkt Alþingis um uppsögn herverndarsamningsins yrði þegar í
stað látin koma til framkvæmda. Brynjólfur lagði til að það réði úr-
slitum um stjórnarsamstarfið, en Einar Olgeirsson vildi að miðstjórn
yrði falið að ákveða hvenær gera skyldi brottför hersins að úrslitaat-
riði. Þetta var eitt af fáum skiptum sem greidd voru atkvæði milli
skoðana Brynjólfs og Einars. Tillaga Einars var samþykkt með 30 at-
kvæðum gegn 6.38 Ekki kom þó til að miðstjórnin þyrfti að ákveða
neitt um þetta því að forsætisráðherra tilkynnti stjórnarslit 4. des-
ember.
Þegar hér var komið var orðinn mikill ágreiningur í Sósíalista-
flokknum um skipulagsmálin og hlutverk og gerð flokksins. Brynj-
ólfur fjallaði ýtarlega um það í ræðu á þingi flokksins 1957. Þar gagn-
rýndi hann þá sem vildu þynna út stefnu flokksins, breyta honum í
sósíalískan flokk „á breiðum grundvelli“. Hann sagði þessa félaga
rugla saman samfylkingarsamtökum og flokki. Á meðan djúp er
staðfest milli skoðana manna í grundvallaratriðum, sagði hann, er
Hokkur sem er stofnaður til að sameina slílcar andstæður sjálfum sér
sundurþykkur frá upphafi. Hann var þungorður í þessari ræðu.
Átökin í flokknum komu fram á aðalfundi Sósíalistafélags Reykja-
víkur 1958. Uppstillingarnefnd hafði stungið upp á Tryggva Emils-
syni til formanns en Hendrik Ottósson stakk upp á Brynjólfi Bjarna-
syni. Einar Olgeirsson andmælti tillögu Hendriks á þeim íorsendum
nð Brynjólfur væri fjarstaddur, en hann var þá á ferðalagi í Kína.
Hendrik hélt tillögu sinni til streitu og Brynjólfur var kosinn. Þegar
hér var komið sögu höfðu myndast ýmsar klílcur í flokknum og skal